Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 78

Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 78
300 KIRKJURITIÐ Stjórn Prestafélags íslands skipa nú: Ásmundur Guðmundsson prófessor, formaður, Séra Hálfdan Helgason prófastur, varaformaður, Séra Jakob Jónsson, ritari, séra Sveinbjörn Högnason prófastur og séra Þorsteinn Björnsson frikirkjuprestur. Hinn almenni kirkjufundur var haldinn í Reykjavík dagana 16.—19. október. Þar fluttu þeir erindi m. a. Gísli Sveinsson f. sendiherra, dr. Árni Árnason læknir, Þórður Kristjánsson kennari og Sigurður Óli Ólafsson alþingismaður. Ýms mál voru rædd og tillögur samþykktar, sem hér segir: 1. Almenni kirkjufundurinn beinir þeirri áskorun til kennslu- málastjórnarinnar að taka nú þegar til athugunar, hvort ekki sé hægt að búa kristindómsfræðslunni veglegri sess og gera hana notadrýgri með því, að taka upp sérstaka kennslu í kristnum fræðum í yngstu bekkjum barnaskólanna í stað þess að hafa hana með átthaga- fræði, eins og nú tíðkast; að haga kennslu í barnskólunum þannig um námsefni og stundafjölda, að umferð sé lokið í námsefninu, þegar gagn- fræðaskólarnir taka við; að kennsla sé í kristnum fræðum í tveim fyrstu bekkjum gagnfræðaskólanna ekki minni en tvær stundir á viku og ráð- stafanir gerðar til þess, að hæfilegar námsbækur og kennslu- tæki séu til á hverju stigi námsferilsins. 2. Hinn almenni kirkjufundur í Reykjavik 1953 telur mjög æskilegt, að skipaður verði sem allra fyrst sérstakur prestur við sjúkrahús og fangelsi Reykjavíkur til að annast guðsþjón- ustur og sálgæzlu. 3. Hinn almenni kirkjufundur heitir á stjórnarvöld landsins, að láta kirkju þjóðarinnar njóta réttar síns í hvívetna, sem henni ber samkv. stjórnarskránni, svo að hún verði þess megn-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.