Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 81
Bókarfregn.
Valdimar V. Snævarr: Líf og játning.
Bók þessi er kver handa fermingarbömum. Hefir höfundur
varið miklum tíma til þess að semja hana og vandað svo verk
sitt sem honum hefir verið fremst unnt. Má líta svo á, að hún
sé runnin frá reynslu heillar ævi góðs og gáfaðs kristins manns
við kennslu í kristnum fræðum. Hún er í fjórum aðalköflum,
sem hér segir:
I. Guð faðirinn.
II. Guðssonurinn.
III. Guð Heilagur andi.
IV. Kirkjulegur fróðleikur.
Langlengstur er II. kaflinn, og ritar höfundur í eftirmála
þessar bendingar um hann:
„Kennslustundirnar um Jesúm eiga að vera Biblíulestrar og
samtalsstundir. Hvert barn þarf að hafa Nýja testamentið við
höndina. Fyrst þarf að kenna börnunum að finna tilvitnaðar
greinar, og eiga síðan tal við þau um þær. Eftir minni reynslu
geta slíkar stundir bæði verið óvenju áhrifaríkar og skemmti-
legar. í hverri stund ætti jafnan að syngja sálm og biðja stuttr-
ar bænar.“
Ýmsir sálmar eru fléttaðir inn í kverið eða sálmsvers, og er
það vafalaust kostur. Hitt getur aftur á móti jafnan orkað
tvímælis, hvernig sálmavalið hefir tekizt.
Tilgangurinn með þessum línum er aðeins sá að vekja athygli
Presta á kverinu, en ekki að skrifa ritdóm um það. Til þess
þarf að hafa notað þaö við fermingarundirbúning.
Hafi höfundur þökk fyrir fallega bók handa æskulýð íslands.
Á. G.
Fréttir.
Biskupsvísitazía.
Biskupinn vísiteraði í haust kirkjur Kjalarnesprófastsdæmis,
prédikaði að vanda að hverri kirkju og flutti erindi.