Kirkjuritið - 01.02.1956, Page 15

Kirkjuritið - 01.02.1956, Page 15
KIRKJAN OG ÆSKAN 61 „íslenzka þjóðin, og þá ekki sízt æskan stendur nú á krossgötum. Kirkjunnar menn verða, fyrir Guðs hjálp, að þekkja sinn vitjun- artíma og vera þessari kynslóð hið sama og Hallgrímur Péturs- son og meistari Jón Vídalín hafa verið liðnum kynslóðum. í kristinni trú kynnast menn sjálfum sér bezt og með stuðningi hennar átta þeir sig á vandamálum lífsins. Engin stefna og ekk- ert afl veitir manninum betra fulltingi í eigin sjálfstæðisbaráttu. ■ •.. Nú má vegsögn kirkjunnar ekki bregðast, og verður því að gera þróttmikið átak til þess að móta æskuna á kristinn hátt.“ Gísli Brynjólfsson. Predikunin. Lúðvík 14. kvað hafa sagt við Massilon, sem var kunnur predikari á sinni tíð: „Þegar ég hefi hlustað á aðra prédikara, hefi ég verið hæst anægður með þá. En þegar ég hlustaði á yður, varð ég ákaflega óánægður Rieð sjálfan mig.“ * * -í' Það er ekki til neins að stíga í stólinn frammi fyrir söfnuðinum í þeirri v°n, að þú fáir innblástur um eitthvert ræðuefni, sem þú hefir enga þekk- mgu á. Ef þú ert svo fávís leiðir það sennilega til þess, að þú fleiprir um fávizku þína, og það verður engum til neinnar uppbyggingar. — Spurgeon. * * * Sumir textar eru óheppilega valdir . . . það var sannarlega bjánalegt af manninum, sem á dómarafundi lagði út af: „Dæmið ekki, til þess að þér verðið ekki dæmdir.“ Stundum getur líka verið miður heppilegt að velja texta af ímyndaðri djúpfyndni eins og sá, sem skömmu eftir morð Lincolns lagði út af þess- ari setningu: „Abraham er dáinn.“ Þá gengur sú saga, að stúdent nokkur hafi haldið opinbera æfinga- predikun í áheyrn kennara síns, dr. Philip Doddrigde. En það var venja þessa háskólakennara að velja sér sæti rétt undir predikunarstólnum og horfa beint framan í stúdentinn. Skyldi honum ekki hafa brugðið í brún, þegar hann heyrði textann, sem stúdentinn hafði valið sér? Hann hljóðaði a þessa leið: „Svo langa stund hefi ég með yður verið, og þú, Filippus, þekkir mig ekki?“ Spurgeon.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.