Kirkjuritið - 01.02.1956, Síða 18

Kirkjuritið - 01.02.1956, Síða 18
64 KIRKJURITIÐ Hér sem oftar hafa refjar stjórnmálanna reynzt réttlætinu við- sjárverðar, og kirkjan látið ískyggilega undan sveigjast. Það er þó sagt séra Trevor til hróss, að þegar yfirvöldin leyfðu honum að halda kveðjuræðu í kirkju sinni, „ef hann minntist ekki á stjórnmár, lét hann ekki undir höfuð leggjast að halda því fram, að „apartheid“ væri „guðlast“ og bæði afneitun á fyrirheitum og fyrirætlunum Guðs. „Þetta er engin pólitík, aðeins sannleik- ur“, sagði hann. Hér ræðir um blæðandi sár á kirkjunni, sem oss íslendinga varðar vissulega. Vér megum hvorki láta oss einu gilda slíkar aðfarir sem stjórnarvaldanna í Suður-Afríku, né heldur leiðast inn á hliðstæðar brautir í nokkrum efnum. Ég hefi það líka fyrir satt, að fulltrúar íslendinga á þingi Sameinuðu þjóðanna hafi jafnan lýst því yfir, að þeir teldu alla menn vera fædda til sömu réttinda, hvernig sem þeir væru á litinn. FangabúSir. Þetta er raunar nýtt nafn í málinu, ný hugsun, nýr og djúpur dráttur í heimsmynd vorri. Það var ekki fyrr en í og upp úr fyrri heimsstyrjöldinni, — og þó einkum í hinni síðari, sem vér fórum að heyra um þúsundir manna, er hnepptir væru í fjötra og haldnir í þrældómi í geysistórum afgirtum fangabúðum, svelt- ir og pyntaðir, jafnvel líflátnir á hryllilegan hátt, — mokað í ofna líkt og kolum. Og það fylgdi sögunni, að þetta væru yfirleitt ekki sekir menn, hvað þá glæpamenn í venjulegum skilningi. Ólán þeirra var oftast annað hvort að hafa aðrar skoðanir en valdhafarnir, — eða vera af öðrum þjóðum og kynflokki. Ætla mætti, að oss hefði öllum runnið kalt vatn milli skinns og hörunds við að heyra um þessi ótíðindi. Hefðum líka átt bágt með að trúa því, að það gæti átt sér stað meðal menntaðra þjóða, hvað þá „kristinna," að menn væru leiknir svo hart al- saklausir, Er þá ekki skoðanafrelsi, málfrelsi, prentfrelsi og trú- frelsi, sjálfsagðir hlutir í kristnum menningarríkjum á 20. öld- inni?

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.