Kirkjuritið - 01.02.1956, Side 20

Kirkjuritið - 01.02.1956, Side 20
66 KIRKJURITIÐ eða aðeins til að opinbera fyrirfram ráðna niðurstöðu. Og í kosningum virðumst vér íslendingar meir og meir líkjast fjár- hópum, sem renna í ýmsar áttir, en hver um sig í slóð forystu- sauðarins. Fréttaburður og áróðurstækni nútímans á mikla sök á þessu. Vér gleypum í oss blöðin, — einkum vor eigin flokksblöð — að morgni, og á kvöldin hellir útvarpið ofan í oss alls konar áróðri. Sérstaklega samt stríðsæsingafréttum og andlegu fangabúða- fóðri. Vér gefum oss mörg æ minna næði til að hugsa, meta og vega hlutina í ró og næði, taka sjálfstæða og sanngjarna af- stöðu til málanna. Lífsvenjum vorum, lífskjörum og andlegu andrúmslofti er þann veg farið, að þrátt fyrir alla aukna „menntun" verðum vér að sumu leyti meiri múgamenn, ósjálf- stæðari og andlega fátækari en fyrri kynslóðir. En þetta er vonandi aðeins barnasjúkdómur á hinni nýju tækni- öld. Kristindómurinn á eftir að koma á ný betur og meira við söguna og frelsa oss úr fangabúðum flokksveldis og þröngsýni, — út í víðsýni frjálshugans og hagsæld bræðralagsins. Opin íangelsi. En það eru líka til aðrar fegurri hliðar á fangamálum nútím- ans. Eins og kunnugt er komu Elisabet Fry, „engill fangelsanna", Mathilde Wrede, John Howard og fleiri kristnir brautryðjend- ur á ýmsum umbótum á fangavist á 19. öld. En margt hefir þó á vantað og víða verið pottur brotinn í þessum efnum. En sums staðar hefir samt nýr skilningur rutt sér til rúms og hagur al- mennra sakamanna farið stórum batnandi á síðustu árum. Verð- ur nú mörgum auðsætt, að tilgangur fangavistar er raunar ekki refsing, heldur mannbætur. Er ýmissa ráða leitað í því mark- miði. Ein eru hin svonefndu opnu fangelsi, sem rekin eru sums staðar bæði í Evrópu og Ameríku. Þeim er þann veg háttað, að þau ættu frekar að heita um- sköpunarhæli en dýflissa. Svipar mest til vinnuheimila. Fang- elsi eru þau heldur ekki í þeirri merkingu, að þar séu menn af-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.