Kirkjuritið - 01.02.1956, Side 25
SKATTSKYLD TVEIM HEIMUM
71
að þjóðfélagsbyggingin riðar til falls. Valdhafarnir vilja vafalaust
vel. En illa er sú þjóð á vegi stödd, sem ekki á þá forystumenn,
sem hana langar til að líkja eftir vegna þess, hve fögur fordæmi
þeir gefa.
Lýðræðið er gjöf, sem vér ættum að þakka Guði daglega fyrir.
En hvernig gjöldum vér því skattinn? Vér snúum því sem hár-
beittri sverðsegg gegn sjálfum oss með því að fyrirlíta agann
og troða fótum lögniál samfélagsins.
Eins og nú horfir í þjóðfélaginu, getur kirkjan naumast val-
ið sér vegsamlegra hlutverk en það, að predika disciplín, aga
fyrir þessari skefjalaust sjálfráðu kynslóð. En til þess þárf kirkj-
an að endurreisa agann innan vébanda sinna. Sá, sem kann ekki
sjálfur að hlýða, er þesss ekki umkominn að kenna öðrum þá
dýru dyggð. Hér stendur kirkja íslands andspænis alvarlegu
vandamáh.
„Gjaldið þá keisaranum það, sem keisarans er,“ sagði Krist-
Ul': Gjaldið borgaralegu félagi skatt. Getum vér komizt hjá, að
roðna af blygðun, þegar vér berum þá mynd þjóðarinnar, sem
við oss blasir í dag, saman við þær háu hugmyndir, sem tíðum
er verið að innræta henni um sjálfa sig?
Ég á ekki við þá sjálfsvirðingu, sem Tennyson túlkaði í hinu
annálaða kvæði til Viktoríu drottningar við valdatöku hennar,
þar sem hann hvetur hana til að vera „konungholl liinum kon-
unglega í sjálfri sér“. Slíkt hugarfar er blessun hins siðfágaða
nianns. En vér höfum verið að telja oss trú um, að vér værum
eitthvert afbragð annarra þjóða og gjöldum þó skattinn keis-
aranum, þjóðfélaginu þannig, að vér verðum til athláturs þeim
hluta heims, sem á annað borð veit nokkurn skapaðan hlut um
°ss. Fjárhagskerfi þjóðarinnar er að verða skjálfandi spilaborg.
ískyggilega mikinn hluta þjóðarinnar virðist naumast dreyma
Uni annað en peninga, og sá bjánalegi draumur virðist jáfhlokk-
undi, þótt peningarnir séu stöðugt að verða verðminni.’ Hér eiga
þeir þyngstan lilut, sem mest bera úr býtum af þjóðartekjunum,
en hinir fylgja trúlega eftir.
Hefir Kristur ekki eitthvað um þetta að segja?
Hann segir, að oss beri að gjalda keisaranum það, sem keis-