Kirkjuritið - 01.02.1956, Side 28
Kirk 111 rárittfuiMl 11 r
í síðastliðnum mánuði kom Kirkjuráð Þjóðkirkju íslands sam-
an á fund, er stóð yfir samfleytt í tvo daga, 18. og 19. jan.
Biskup er forseti Kirkjuráðs, en það skipa nú auk hans Gísli
Sveinsson, f. sendiherra, varaforseti ráðsins, Gizur Bergsteins-
son hæstaréttardómari, séra Jón Þorvarðsson og séra Þorgrímur
Sigurðsson skólastjóri.
Biskup gerði grein fyrir frumvörpum þeim, er nú liggja fyrir
Alþingi, um kirkjuítök og sölu þeirra og um breytingu á lögun-
um frá 1952, sem felur í sér ákvæði um tvo sóknarpresta í Vest-
mannaeyjum og heimild handa biskupi til þess að ráða prest-
vígðan mann til forfallaþjónustu í þeim prestaköllum, þar sem
prestur er veikur eða fjarverandi.
Allmörg mál voru tekin fyrir:
Ankið fjárframlag til Kirkjubyggingasjóðs. Biskup skýrði frá
hinni miklu nauðsyn, sem á því er að auka framlag ríkissjóðs til
Kirkjubyggingasjóðs. Lánbeiðnir kirkna á árinu 1955, þeirra,
sem rétt áttu til lána úr sjóðnum samkvæmt úrskurði sjóðsstjórn-
ar, námu einni milljón þrjú hundruð sjötíu og fimm þúsund
krónum, en aðeins reyndist unnt að veita kr. 450 þúsund. Á þessu
ári liggja að auki fyrir lánbeiðnir, sem nema rúmlega 700 þús-
undum króna. Kirkjuráð mælti eindregið með því, að fjárfram-
lag til sjóðsins yrði stóraukið. Ennfremur heimilaði Kirkjuráð
fyrir sitt leyti að veita Kirkjubyggingasjóði kr. 500 þúsund nú
þegar, ef ríkið vildi ábyrgjast þá upphæð og endurgreiða hana
ásamt 6% vöxtum á næstu tveim árum. Yrði sú greiðsla að sjálf-
sögðu að vera viðbótarframlag til sjóðsins 1957 og 1958. Mundi
að þessu verða veruleg hjálp söfnuðum til handa.