Kirkjuritið - 01.02.1956, Síða 31

Kirkjuritið - 01.02.1956, Síða 31
KIBKJAN ÓMAK ÖLL 77 liljómleika í kirkjunni hér á Bíldudal. Þrátt fyrir það, að hljóm- leikarnir væru haldnir í miðri viku og á anna tíma, voru þeir fjölsóttir. Með snillitökum sínum á hljóðfærunum, var sem þeir dr. Páll og Björn opnuðu áheyrendunum áður óþekkt musteri — helgidóm, þar sem tign, máttur, og fegurð ríktu meðal Ijóss °g lita. Söngur Guðmundar, sem oft hafði borizt til útvarps- hlustenda á öldum ljósvakans, fékk óhindraður af hljóðnem- anum að steypast yfir okkur áheyrendurna líkt og foss — sval- andi, kraftmikill, litauðugur. hrynjandi tónafoss. Kirkjan ómaði öll. Það var líkast því, að þremenningarnir hefðu leyst úr læðingi hulin öfl helgitignar. Hrifningu áheyrendanna verður ekki lýst með örfáum orðum. En þess má geta, að þegar listamennirnir gengu út úr kirkjunni að hljómleikunum loknum, biðu áheyr- endurnir þeirra þar og hylltu þá með lófataki. Kirkjuhljómleikar þessir eru lofsvert nýmæli af hálfu útvarps- ins og listamannanna. Er ekki að efa, að slík kynningarstarfsemi hefir nú þegar hlotið vinsældir. Allir áheyrendur þremenning- anna munu óska þess innilega, að þeir komi aftur sem fyrst. Slík starfsemi mun verða til þess að tengja hlustendur útvarps- ms nánari böndum við þá merku menningarstofnun, listamenn hennar og hina æðri tónlist. Ég vil nota tækifærið til þess að þakka þremenningunum fyrir komuna og útvarpinu fyrir þessa merku nýbreytni. Kjartan heimsækir Kjartan Jóhannesson söngkennari frá hirkjukórinn. Stóra-Núpi kom hingað til Bíldudals 2. janúar s. 1. og fór héðan aftur 14. sama mánaðar. Kom hann hingað á vegum Sambands íslenzkra kirkju- hóra, en dvöl lians hér annaðist Kirkjukór Bíldudals. Á þessurn fáu dögum, sem Kjartan dvaldi hér, æfði hann mörg lög með kirkjukórnum. Kórinn er skipaður 22 meðlimum, sem þrátt fyrir annir og illviðri sóttu æfingar mjög vel. Varð árangur af æfing- Um þessum ótrúlega mikill, enda söngkennarinn áhugasamur °g þjálfaður listamaður. Þá má telja víst, að fram úr skarandi framkoma og viðmót hans hafi átt sinn þátt í því, hversu dvöl hans varð árangursrík. Vann hann sér þegar í stað hylli og vin-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.