Kirkjuritið - 01.02.1956, Side 32
78
KIRKJURITIÐ
áttu allra þeirra, sem kynntust honum. — Söngæfingarnar fóru
að sjálfsögðu fram í kirkjunni. A samæfingunum var sem kirkjan
ómaði öll af söng við kraftmikinn, en fágaðan undirleik söng-
kennarans.
Með dvöl slíks manns og Kjartans er árangur óhjákvæmileg-
ur. Það fylgir gróandi slíkum mönnum. Störf slíkra „farand-
manna“ verða ekki metin til fjár, heldur mun vaxandi áhugi fyrir
sönglistinni bera þeim vott.
Kvöldið áður en Kjartan fór héðan, hélt kirkjukórinn honum
veglegt samsæti. Var þar kátt á hjalla og heiðursgesturinn „hrók-
ur fagnaðarins“. Sungið var mikið, sagðar sögur og æfintýri. Var
margt af því tekið á stálþráð, sem geymdur mun verða til minn-
ingar um hinn góða gest. Honum sé heiður og þökk fyrir sam-
veruna. — Velkominn aftur, Kjartan, er ósk Kirkjukórs Bíldu-
•dals.
Jón Kr. Ísfeld.
Til umhugsunar.
Danskur prestur, sem gegnir störfum í sjúkrahúsi, segir svo: Spítala-
prestur öðlast mikla reynslu í starfi sínu. Hún er ekki öll gleðileg eða upp-
örfandi. Hann kemst að raun um, hve ákaflega mikið af fólki er orðið fjar-
lægt kristindómnum og sérstaklega kirkjunni. En þeir, sem fjarlægastir
eru kirkjunni, og jafnvel andstæðir henni, þeir biðja margir sitt Faðir vor
,á hverjum degi.
* * *
í jólablaði Tímans birtist Skálholtsljóð eftir séra Helga Sveinsson, þrótt-
mikið kvæði í 6 flokkum, ort í tilefni níu alda afmælis kirkju í Skálholti.
I því eru þessar ljóðlínur:
Sá einn nær til himins, sem krýpur á kné
og kyssir á duft vorrar jarðar
í ást til hins eilífa og háa,
sem elskar hið veika og smáa.
(G. Br.).