Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1956, Qupperneq 35

Kirkjuritið - 01.02.1956, Qupperneq 35
KIBKJULÍF í RÚSSLANDI 81 °g sterku trúarlífi og grónar rætur í fornkirkjulegum erfðum. Ekki hefir verið breytt stafkrók í gömlum helgisiðum kirkjunnar. Ef trúaðir menn frá keisaratímunum risu upp úr gröfum sínum, mundu þeir heyra hinar gömlu bænir undir hinum gamalkunnu lögum. Þeir sæju lika þúsundir trúaðra manna meðal þessarar kynslóðar streyma til fomra guðshúsa. Þeir sæju þá hneigja sig fyrir sömu helgimyndunum og þeir kysstu og kross- uðu sig fyrir. Þeir sæju þúsundir ráðstjómarþegna standa hrærða og þolgóða stundum sarnan frammi fyrir hinum undurfögm kirkjumyndum og horfa a prestana framkvæma altarisþjónustuna í skrautlegum og dýrum lielgi- klasðum. Og enn í dag mundu þeir sjá menn hlusta jafn hugfangna og áður, er kóramir syngja hina gömlu kirkjusálma. Hér er ekki unnt að koma við neinum svikum! Milljónir guðrækinna "lanna safnast saman í 23.000 guðshúsum rétttrúuðu kirkjunnar. Og þátt- takendurnir finna ekki aðeins til samfélags síns við herskara himnanna í bæn og tilbeiðslu, heldur hins líka, að þeir em sönn böm hinnar fomrúss- Resku rétttrúnaðarkirkju með órofnum erfðavenjum. Gamlar konur með fastreyrða skýluklúta, ungar frúr með nýtízku hatta og kápur, — já, farfaðar Varir, hermenn úr rauða hernum, fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum, stendur þarna hlið við hlið. • • • . Þannig sáum við tugþúsundir ráðstjórnarmanna. Eg hefi sagt, að 'Renn hafi frelsi til að koma saman, og ætla að standa við það. Er þá aðeins illgjömum áróðri um að kenna, er oss hefir verið sagt frá ráðstjóm- arveldi, sem reynt hafi með öllum ráðum að herja og hæða kirkju lands- ins? Telur þetta ríkisvald ekki lengur, að trúarbrögðin séu ópíum fyrir fólkið? Sé leitað frétta hjá fulltrúum ríkisvaldsins, segja þeir, að kirkjan Se mikilvæg í augum mikils hluta rússnesku þjóðarinnar og hafi mikil áhrif a hann. Algjört trúarbragðafrelsi sé í Ráðstjómarríkjunum, og píslarvættis- tnuabil kirkjunnar og þær ofsóknir, sem hún varð fyrir, hafi eingöngu af því stafað, að hún var háð gömlu valdhöfunum og fjandsamleg í garð þeirra nýju. Spyrji maður kirkjunnar menn, verður svarið sennilega á næsta lika lund. Samt kunna menn að orða það ögn öðm vísi. Ég gæti haldið, að menn Kvnnu að segja, að kirkjan hefði skyndilega orðið þess vör að hún átti 1 baráttu upp á líf og dauða við guðsafneitun og guðleysishreyfinguna. ■ándstaða kirkjunnar beindist einnig af vangá gegn hinni nýju stjóm. Smá- sa»ian skildist mönnum það samt, að ríkið barðist ekki gegn kirkjunni sjálfri, lieldur fastheldni hennar við gamla stjórnarformið. • • • ■ Styrjöldin breytti alveg vafalaust afstöðu ríkisins til trúmannanna. • • • • í dag sjást í sumurn kirkjum þakkarávörp frá Stalin fyrir hinar miklu órnir safnaðanna. Einn söfnuðurinn safnaði t. d. 250.000 rúblum til land- Vamanna. 6

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.