Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1956, Qupperneq 43

Kirkjuritið - 01.02.1956, Qupperneq 43
+----——■— ------------1 Erlendor frctdr •í'"—■■—■>—»—»—»—>■—>■—■■—■■—»—■+ Dr Montgomery-Cambell biskup í Guildford hefir verið skipaður biskup i Lundúnum í stað dr. Wand, sem sagt hefir af sér. Dr. Montgomery- Cambell er sextíu og átta ára, og virðist mörgum korna á óvart skipun hans í þetta nýja embætti. Herbert Hall, biskup Aberdeen og Orkneyja, er nýlega látinn, 64 ára að aldri. Hann varð biskup 1943, og þótti mikið að honum kveða i því embætti. Gregory höfuðbiskup í Lenmgrad og Novgorov andaðist skömmu fyrir áramótin. Var hann jarðaður með mikilli viðhöfn frá Alexander Nevsky- kirkjunni. Hann var 86 ára að aldri og meðlimur grísk-kaþólska kirkju- ráðsins í Rússlandi. Giorgio la Pira, Don Camillo öðru nafni, hinn víðfrægi borgarstjóri í Florence, hefir skorað á stórborgir heimsins að mynda með sér vináttu- samband í anda heilags Frans frá Assisi. Fylgir það fréttinni, að borgar- stjórinn í Moskvu hafi á þetta fallizt. En það sé í fyrsta skipti, svo kunn- l'gt sé, að yfirmaður í Ráðstjómarrikjunum hafi játazt undir leiðsögn krist- ins dýrðlings. Jafnframt hefir „Don Camillo“ verið boðið til Moskvu, og Iiann þegið boðið. Undirbúningur hans undir þá ferð var sá fyrstur, að hann sendi fimm hundruð þöglimunkum svohljóðandi simskeyti: „Biðjið, °g rnúrar Jerikó munu hrynja.“ Trúboðið í Trankebar í Indlandi varð 250 ára 29. nóv. siðastlið- >nn. Friðrik 4. Danakonungur sendi fyrstu trúboðana, þá (Þjóðverjana Ziegenbalg og Plutschau, þangað austur, en Trankebar var dönsk nýlenda a þeim árum. Þeir Ziegenbalg voru fyrstu trúboðamir af hálfu mót- niælenda, sem fóru til Indlands, en kaþólskt trúboð hófst þar um 1500. I Færeyjum er blómlegt trúarlíf. Þar telst ekki nema um það bil helmingur fólksins til þjóðkirkjunnar. Hinir tilheyra ýmsum sértrúarflokk- tun. Fjölmennastir em Baptistar. Ýms öflug félög starfa þar á trúarlegum grundvelli, s. s. K. F. U. M. og K. og Góðtemplarareglan.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.