Kirkjuritið - 01.04.1956, Page 11

Kirkjuritið - 01.04.1956, Page 11
ÞÁTTUR KRISTNINNAR í SÖGU ÍSLANDS 153 valdið að sjálfu liinu gullna hliði himnaríkis, sakramentin, er spenntu um allt líf mannsins, frá því er hann var færður ný- ffeddur til skírnar, til þess, er hann var þjónustaður og huslaður °g sungið yfir honum dauðum. Og smám saman safnast svo afl þeirra hluta, sem gera skal, auðurinn, á þessar sömu hendur. Auður og völd, þekking, latína og helgiathafnir, allt á sömu liendi. Hér norður í Dumbshafi var svo eitt lítið eyland í heiðin- dómsins myrkri, og hafði ekki einu sinni yfir sér þjóðhöfðingja eins og öll önnur lönd í veröldinni. Nærri mátti geta, að þessi niikla alda hlaut að berast að ströndum íslands eins og til ann- ai'ra landa álfunnar. Kristnitökusagan er svo alkunn úr hverri barnaskólabók, að eg skal ekki rifja hana upp hér. En sú aðferð, sem þar var að lokum við höfð var bæði viturleg og þjóð vorri til sóma. Of- beldi og hrottaskap var þar mætt með stillingu og vitsmunum. ^fá þó virða á báða vegu, og kann ég ekki um að dæma. Máske kemur hér fram mörlandaeðlið og helzt til mikið makræði, sem ekki vill standa í stórræðum. En hvað sem hver segir, þá er kristnitakan árið 1000 vottur Um mikla, kalda vitsmuni og hvassa dómgreind. Hér varð ekki a móti staðið. En hitt er oflof, þegar því er haldið fram, að hér hafi verið eitthvert eins dæmi í veraldarsögunni. Þetta og þ\’í u® líkt hefir vafalaust skeð hvað eftir annað. Þorgeir goði vitnar nieira að segja í líka aðferð, sem höfð hafi verið í nágranna- löndum. En sérstaklega höfum vér sannar sögur af alveg hlið- stæðri málsmeðferð í sögu Bretlands, árið 665. Og þar var ágrein- lngurinn einmitt um trúna, eins og hér. Þar áttust við tvær vold- llgustu greinar vestrænnar kristni. Fornírska eða írsk-skozka kirkj- an hafði náð fullum tökum á írlandi, Skotlandi, og Englandi norðan- og vestanverðu. Hún átti trúboðsstöðvar dreifðar víða Urn meginlandið, eins og ég gat um fyrr, og frá henni stafaði niestum krafti um alla Vestur-Evrópu. Því að líf kaþólsku kirkj- unnar var þá frekar dauft. Telja góðir sagnfræðingar, að vart hafi mátt á milli sjá um eitt skeið, hvor yrði miðstöð vestur-ev- ropskrar kristni, Armagh klaustur á írlandi eða Rómaborg, eða

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.