Kirkjuritið - 01.04.1956, Page 14

Kirkjuritið - 01.04.1956, Page 14
156 KIRKJURITIÐ mest ber á. Blóðhefndarskyldan veldur mestu. En einmitt í þess háttar tilfinningamálum getur ný trú haft hvað mest áhrif. Gegn henni hafa biskupar og allir kirkjunnar menn beitt sér af alefli. Fyrirgefningarskyldan, ein ótvíræðasta krafa kristindómsins, hef- ir hitt þetta mein í hjartastað. Blóðhefnd og fyrirgefning — meiri andstæður gátu ekki hugsast. Hér hefir hið fyrsta snögga áhlaup kristninnar getað orkað miklu um nokkurt skeið. Þarna var kom- ið vald, sem tók í taumana og var alveg ólíkt hinni heiðnu mildi við misfellurnar. Merkilegastar í þessu efni eru þó frásagnir Jónssagnanna Ogmundssonar um lífið umhverfis Hólastað á hans dögum. Hef- ir það líklega verið mesta „vakning“, sem sögur fara af hér á landi. Fólk safnast af öllu Norðurlandi til vakningamóts á Hól- um. Hólar verða miðstöð nýs anda. Hér verður þáttur kristninnar mikill og fagur. En jafn trúlegt og það er, að þessi áhrif hafi miklu til vegar komið í fyrstu, jafn trúlegt er það einnig, að þau hafi ekki orðið mjög langæ, frekar en oft vill verða um vakningaráhrif. Má þó segja, að ekki væri til einsgis unnið, ef áhrifanna hefir gætt um fast að heilli öld. Og þegar þau fara að dvína, og óróaöflin fara að ná sér niðri að nýju, þá eru það ýmis önnur atriði, sem til greina koma. Er það einkum tvennt, sem þessu veldur, tvenns konar breytingar, sem halda hér innreið sína. Á annan bóginn eru hér breytingar á þjóðfélaginu, og á hinn bóginn breyting á hugsunarhætti og aðferðum kirkjunnar manna. Á þjóðfélaginu verður hægfara, en mikil breyting á þessuni tímum, sérstaklega við það, að einstakir höfðingjar og einstakar ættir safna á sínar hendur fjölda goðorða. Skærur sögualdar, persónulegar ýfingar og hefndarþorsti, voru einmitt verkefni, sem hin nýja trú í höndum ágætismanna gat fengist við með góðum árangri. En hitt varð erfiðara við að ráða með persónu- legum áhrifum, er sjálft þjóðskipulagið fór að gliðna sundur og ganga úr skorðum. í stað persónulegra tilfinninga koma hér póli- tísk öfl, valdastreita, átök um yfirráð í heilum héruðum eða jafnvel landinu öllu. Nú fara hér að vaða uppi hinir miklu ætt-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.