Kirkjuritið - 01.04.1956, Page 17

Kirkjuritið - 01.04.1956, Page 17
ÞÁTTUR kristnixxar í sögu ÍSLANDS 159 Og nú verður þáttur kirkjunnar æ fyrirferðarmeiri í sögu lauds- ins. Ég segi kirkjunnar en ekki kristninnar. Ekki af því, að ég 'dlji varpa rýrð á hina miklu óg voldugu kirkju miðaldanna, sem er eitt hátimbraðasta hús Norðurálfusögunnar. En ég á við það, að miðaldakirkja þessi virtist stundum ofin úr fleiri þráðum en þeim kristna. Markmið hennar var vissulega ríki Guðs á jörðu að hugsjón Ágústíns. En aldrei verður það út skafið, að þar var margt ólíkt guðsríkishugsjón meistarans bljúga, sem hvergi átti höfði að að halla og varaði við því að láta kenna á valdinu. Svo má heita, að saga þessarra alda sé kirkjusaga. Ekki svo að skilja, að ekki væru þá uppi miklir veraldarhöfðingjar og nóg veraldarumsvif. Stríð og deilur hafa verið í algleymingi. Auður fer að safnast á fáar hendur, einkum er kemur fram á 15. öldina. Hla hefir oftast verið látið af þeirri öld. Epólín segir um hana 1 formála annarrar deildar Árbókanna: „Er það stytzt að segja, að í henni týndu fræðimenn sagnfræði, skáld fornum smekk, bændur akurvinnu atferli, leikmenn hinu fyrra frelsi og landsbúar kaupferðum, en biskupar urðu sem konungar, áður henni lauk.“ Ég vil nú ekki skrifa undir þennan dóm athugasemdalaust, en mikið er til í honum. Saga þessarra tíma er mjög óljós. Hana verður að lesa út úr stuttum annálagreinum og fáeinum bréfum °g gjörningum. Það er betra en ekkert, en mikið verður sagn- Iræðingurinn að lesa í málið og blása lífi og anda inn í þetta beinahröngl. Vill þá svo fara, að hver blæs með sínum munni, °g valt að treysta. Sagan slitnar. í þessu hálfrökkri virðist þó rnega sjá, að vald kirkjunnar eykst jafnt og þétt. Og þegar þessar heimildir verða fyllri, sýna þær, að þetta vald er orðið svo mikið, að enginn fær rönd við reist. Biskupar eru orðnir sem konungar, ems og Espólín segir. Þáttur kirkjunnar í sögu landsins er orðinn stor og næstum því ferlegur. Vér verðum svo að vona, að þáttur hristninnar í kirkjunni hafi verið mikill og sterkur til allra góðra hluta. Hér að framan hefir þáttur kristninnar í sögu íslands verið rakinn að mestu eftir pólitískum línum, ef svo mætti að orði hveða. En hann kom fram víðar, eins og vænta mætti, og þá

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.