Kirkjuritið - 01.04.1956, Side 29

Kirkjuritið - 01.04.1956, Side 29
5 brœðrasveil Prestafélagið norska hélt námskeið fyrir presta dagana 17.— 21. október s. 1. Námskeiðið var í fundarformi, viðfangsefnið: Prédikunin, samkomustaður: Osló. Þátttakendur voru nærri þrú hundruð Norðmenn, einn Dani, einn Finni og undirritaður, sem fékk að mæta fyrir hönd Prestafélags íslands, en var auk þess sérstak- ^ga boðinn sem einn af þátttakendum í sálgæzlunámi við Dia- kónissusjúkrahúsið í Osló. Samveran hófst síðdegis mánudaginn 17. október með sam- eiginlegu borðhaldi. Þar flutti Berggrav biskup setningarræðu, frumlega og snjalla, sem hann prýddi ýmsum dæmum úr eigin lífsreynslu. Dvaldi hann nokkuð við það, að gagnsemi þessarar samveru væri, að sínum dómi, mjög undir því komin, að menn gerðu sér þess grein, að „enginn prestur er til, sem getur pré- dikað.“ Ekki varð ég ellimarka var á tali þessa aldna höfðingja, Pótt mjög sé heilsu hans hrakað. Hann treysti sér ekki hl frekari þátttöku í fundahöldunum. Næstu fjóra dagana hóf- ust fundir kl. 10 hvern morgun, en morgunbænir voru haldnar ^álftíma fvrr. J Lánaði Heimatrúboðið norska stór og vistleg salarkynni í að- alstöðvum sínum til fundasetu. Talsverður hópur aðkomupresta var til húsa í hóteli heimatrúboðsins, sem er í sömu byggingu. Liblíuskóli heimatrúboðsins sá um sameiginlegar máltíðir, og Llestir mötuðust þar. r tarleg framsöguerindi voru flutt kl. 10 um viðfangsefni dags- lns- Að þeim flutningi loknum var fundarmönnum skipað í sex ^ópa, er ræddu efni dagsins hver um sig í 1—2 klukkustundir. Skoðanamunur, en án sundurþykkju. Allt í bróðurlegri einingu Uru það að gera sér viðfangsefnið sem allra ljósast. Eftir þessa

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.