Kirkjuritið - 01.04.1956, Page 40

Kirkjuritið - 01.04.1956, Page 40
182 KIRKJURITIÐ hér því ofinn vígður þáttur í sögu þjóðar vorrar. Héðan streymdi lífsvatn liinna eilífu sanninda kristindómsins, og héðan féllu frjóvgandi mcnningarstraumur um alla landsins byggð. Hér lifðu og störfuðu margir þeir kirkjulegir leiðtogar og menningarfröm- uðir þjóðar vorrar, sem mestan svip hafa sett á líf hennar, og er með öllu óþarft að þylja nöfu þeirra á þessum stað, svo kunn eru þau og kær landsmönnum öllum. En til þess að minna á það að nýju, hver háborg og orkulind íslenzks menningarlífs þessi staður hefir verið, leyfi ég mér að endurtaka eftirfarandi um- mæli mín úr hinni fögru og áhrifamiklu prédikun, sem séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup flutti hér í Skálholtshátíð fyrir nokkrum árum síðan, því að þau eru meir en þessi \’irði að end- urtakast: „Yfir gröf í kirkjugarðinum hér var fyrst sunginn sálmurinn: Allt eins og blómstrið eina. Hér störfuðu mætustu menn síns tíma í 729 ár. Hér var Nýja testamentið fyrst þýtt á móðurmálið. Hér flutti meistari Jón sínar frægu prédikanir. Hér var skráð fyrsta kirkjusaga þjóðar vorrar“. Hvílíkar minningar eru eigi bundnar við þennan stað! Hvi- líka menningarskuld eigum vér honum eigi að gjalda! En þa skuld gjöldum vér mest og bezt með því að endurreisa Skálholts- stað í sem fyllztu samræmi við sögu hans og söguhelgaðan sess hans í meðvitund þjóðarinnar. Hér á að rísa kirkja og mennta- setur, sem tengt sé minningu þeirri, er um staðinn ljómar fra hinni löngu og sögufrægu tíð hans, er hann var kirkjulegt menn- ingarsetur, og sem samboðin séu því hlutverki, er hann gegndi í þjóðlífinu um aldaraðir, og skapa staðnum með þeim hætti bæði þann virðingarsess, sem honum ber, og nýja aðstöðu til fram- haldandi menningaráhrifa. Þeir menn, eins og séra Sigurbjörn Einarsson og samherjar hans í Skálholtsfélaginu, sem unnið hafa og vinna að endurreisn Skálholtsstaðar, eiga því skilið þjóðarþökk fyrir áhuga sinn og drengilega viðleitni í þá átt. Gildir hið sama um alla þá, er stutt liafa þá að þörfu og þjóðnýtu viðreisnarstarfi. Mikið ánægjuefm má öllum unnendum þessa máls einnig vera það, að Alþingi hefir nú samþykkt fjárframlag til kirkju byggingar í Skálholti. Þa er

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.