Kirkjuritið - 01.04.1956, Síða 44

Kirkjuritið - 01.04.1956, Síða 44
186 KIRKJURITIÐ og reyndu.“ — (Hvað sem um þetta má segja, er víst, að á þessari auglýs- ingaöld þyrfti kirkjan, einnig hérlendis, að auglýsa meira starf sitt á þann hátt, að hún vekti athygli alls almennings. Það er ekki andstaðan, heldur kæruleysið í hennar garð, sem nú er mesta hættan.) Makarios erkibiskup. 9. marz síðastliðinn handlóku Bretar Makari- os erkibiskup á Kípur, er hann var að leggja af stað á ráðstefnu í Grikk- landi. Ennfremur var annar biskup úr flokki þjóðernissinna tekinn hönd- um og enn tveir liáttsettir kirkjuleiðtogar. Menn þessir kváðu hafa verið fluttir í útlegð á ey eina í Kyrrahafinu. Handtökur þessar hafa hvarvetna mælzt illa fyrir með kristnum og frjálslyndum mönnum. Þykir að vonum enn verra sakir þess, að jafn menntuð „lýðræðisþjóð“ og Bretar skuli nú hafa gerzt sek um það ofbeldi, ofsókn og réttleysi, sem byltingarmenn og einræðisherrar hafa fengið liarðasta dóma fyrr og síðar. Skylt er að geta þess, að ýmsir andstæðingar brezku stjórnarinnar og raunar fleiri í Bretlandi telja þetta tiltæki bæði heimskulegt og glæpsamlegt. En víst er, að það á eftir að verða Bretum til langvarandi vansæmdar og dregur efalaust illan dilk á eftir sér. En oss íslendingum getur það verið holl við- vörun um það, hve réttur smáþjóðanna stendur enn höllum fæti í heiminum hvert sem augum er rennt. Hitt líka, að það kostar víðast enn píslarvætti að standa með sannleika og réttlæti, frelsi og bræðralagi gegn valdinu. R. J. Campbell, hinn víðkunni enski prestur, dó í byrjun marz. Hann varð 89 ára. í upphafi þessarar aldar var liann prestur við City Teinpl® í London og varð þá heimskunnur prédikari. Árið 1906 gaf hann út bókina New Theology, sem um skeið varð uppáhaldsrit sumra „nýguð- fræðinga“, og margir rnunu enn kannast við. Um það bil hálfum öðrum áratug síðar gekk hann í ensku biskupakirkjuna og tók upp jákvæðari stefnu í guðfræðinni. En síðan varð frægð hans aldrei slík sem áður fyrr, þótt hann nyti mikillar virðingar og vinsælda til dauðadags. Pierry Maury einn af forystumönnum franskra mótmælenda er ny- látinn. Hann var lengi ritstjóri tímaritsins Foi et Vie og barðist ötullega fyrir því, að kirkjan léti vandamál lífsins sitja í fvrirrúmi fyrir guðfræði- legum deilum. Miklar kappræður fóru fram milli tveggja sænskra guðfræðinga 1 Lundi nú fyrir skönnnu. Gustaf Wingren, ungur háskólakennari í kennimann- legri guðfræði, hefir ráðizt á guðfræði Anders Nygrens, sem um alllangt

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.