Kirkjuritið - 01.04.1956, Síða 49

Kirkjuritið - 01.04.1956, Síða 49
INNLENDAE FRETTIR 191 wilcinn góðhug sinn til kirkjunnar hér með gjöfum og fómfýsi. Skal slíkra gefenda hin síðustu ár hér getið að nokkm: 1- Frú Ragnheiður Jósefsdóttir (f. Schram) í Calgaryborg í Albertafylki í Kanada, en fædd hér og fermd hér í kirkjunni, var á ferðalagi hingað til fornra stöðva fyrir nokkm með manni sínum. Gáfu þau kirkjunni stóra peningagjöf, er entist fyrir forláta margálma silfur-ljósastiku á altarið. 2. Kvenfélagið hér hefir gefið kirkjunni vmsa hluti s. s. altarisdúk hvít- an, saumaðan af Rannveigu Jónasdóttur til minningar um móður henn- ar frú Hansínu Benediktsdóttur. Mjög vandaðar hannyrðir. Einnig gaf sama félag gólfrenning mikinn og breiðan eftir endilöngu kirkju- gólfinu. Þá hefir félagið tekið að sér ræktun blóma og trjáa innan girðingar, er nýlega var gerð um kirkjuhúsið. Fleira mætti nefna. 3. Bæjarstjórn Sauðárkróks hefir að mestu kostað og gefið ofannefnda girðingu, brotið land innan hennar og búið undir ræktun. 4. Frú Guðrún Bjarnadóttir hefir gefið litskreytta festi smárra glóðar- lampa um prédikunarstólinn og ýmislegt fleira þar að lútandi. Vinnur hún ásamt prófastsmaddömu Jóhönnu Þorsteinsdóttur o. fl., mörg sjálfboðastörf fyrir kirkju sína. 5. Veðramótshjón fyrrv., frú Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Sig. Á. Björnsson liafa gefið litskreytta kvikljósakeðju, sem skartar ágætlega á jólatré í kirkjunni árlega. 6. Frú María Jónsdóttir hér hefir gefið kirkjunni hvítan, heklaðan altar- isdúk. Mikið verk og vandað, er hún hefir unnið eigin höndum. 7. Frú Elinborg Jónsdóttir, er unnið hafði endurgjafdslaust mikið starf og gott hér í sóknarnefnd um langt árabil, gaf kirkjunni við brottför sína til Reykjavíkur fagra, hvíta Kristsmynd á haglega renndri súlu. Áheit og aðrar peningagjafir hafa þessir (og reyndar fleiri) gefið: 8. Guðmunda Sigurðardóttir hér, öldruð kona og fötluð kr. 100.00. 9. Valgarð Björnsson hér kr. 500.00. 10. Oddgnýr Ólafsson, hér kr. 1000.00. 11. Rafn Sigurðsson skipstjóri, Revkjavík, \ ar hér staddur fyrir nokkrum dögum við jarðarför móður sinnar, Dagbjartar Jónsdóttur. Gaf hann kirkjunni, sem hann vissi að verið hafði móður hans kær, kr. 1000.00 peningagjöf til minningar um móður sína. 12. Og svo, að síðustu en ekki sízt, skal þess getið, að hjónin Sigríður Sigtryggsdóttir og Pétur Hannesson póstafgreiðslumaður hér afhentu nú um s. 1. jól kirkjunni að gjöf nýjan skírnarsá (font). Er hann smið- aður hér heima úr kjörviði, en útskurður allmikill á honum gjörður í

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.