Kirkjuritið - 01.10.1956, Síða 8
Hátíð að Hólum í Hjaltadal
Sunnudaginn 19. ágúst sl. var haldin hátíð að Hólum í Hjalta-
dal til minningar um það, að á þessu ári eru liðin 850 ár frá því
að hinn fyrsti biskup settist á Hólastað, Jón helgi Ogmundsson.
Hátíðahöldin hófust með skrúðgöngu frá skólahúsi til kirkju.
Voru þar í fremstu röðum biskup landsins, herra Ásmundur Guð-
mundsson, forsætisráðherra, Hermann Jónasson, fyrv. kirkju-
málaráðherra, Steingrímur Steinþórsson, dr. Magnús Jónsson,
og söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Sigurður Birkis og síðan urn
30 hempuklæddir prestar. Hinar hljómmiklu klukkur kölluðu
fólk til tíða og kirkjan fylltist af fólki í sæti og stæði (um 400
manns). Fleiri voru þó úti og hlýddu á messuna fyrir munn
gjallarhorna. Mun um hálft annað þúsund manns hafa sótt hátíð-
ina.
Messan hófst með því, að leikið var inngöngulag á orgel. Bæn
í kórdyrum flutti Árni Sveinsson bóndi á Kálfsstöðum. Organ-
leik annaðist Friðbjörn Traustason, organisti Hóladómkirkju og
kór dómkirkjunnar leiddi sönginn, en því var svo fyrirkomið, að
kórar Skagafjarðar röðuðu sér inn frá söngpalli, um 100 manns,
og sungu með, og síðan söfnuðurinn allur. Mátti segja, að kirkj-
an syngi öll enda á milli. Biskup flutti ávarp eftir fyrsta sálm
og þjónaði fyrir altari, á undan prédikun, ásamt dómkirkjuprest-
inum sr. Birni Björnssyni, og eftir prédikun ásamt próföstunum
sr. Friðrik A. Friðrikssyni og sr. Sigurði Stefánssyni. Guðmund-
ur Jónsson óperusöngvari söng stólvers, Friðarins Guð, og prédik-
un flutti prófastur Skagafjarðar, sr. Helgi Konráðsson.
Að lokinni guðsþjónustu bauð Hólanefnd til kaffidrykkju i
skólahúsinu. Má þó segja, að nefndin gerði það í umboði ríkis-
stjórnarinnar, sem veitti nokkurn fjárstyrk til hátíðahaldanna.
Sátu boðið rúml. 200 manns. Önnuðust skólastjórahjónin á Hol-
um, Kristján Karlsson og frú Sigrún Ingólfsdóttir veitingar, svo