Kirkjuritið - 01.10.1956, Síða 20
362
KIRKJURITIÐ
„Frá þessum árum minnist
ég fyrst og fremst hinnar
stórglæsilegu hátíðar í Skál-
holti 1. júlí í sumar og næstu
daga þar á eftir, þegar minnst
var 900 ára biskupsstóls í
Skálholti. Ég liygg að sú há-
tíð verði lengi í minnum höfð
öllum þeim, er hana sóttu, og
jafnvel þjóðinni allri.
Þá vil ég og nefna kirkju-
hátíð á Hólum í Hjaltadal fá-
um vikum síðar, en þar var
þá á veglegan hátt minnst
stofnunar 850 ára biskupsstóls
þar fyrir Norðlendingafjórð-
ung. Að vísu hafði ég þá látið
af störfum kirkjumálaráð-
herra fyrir fáum dögum.
Þá er mér og mjög í minni andlát og útför herra Sigurgeirs Sig-
urðssonar biskups árið 1953, svo og þegar núverandi biskup,
herra Asmundur Guðmundsson, var vígður til hins háa og veg-
lega embættis 20. júní árið 1954.
Þá kemur mér í hug 400 ára minningarhátíð Jóns biskups
Arasonar á Hólum 1950. Þar mætti ég þá fyrir þáverandi kirkju-
málaráðherra. Mun þá fleira fólk hafa sótt Hóla heim en nokkru
sinni fyrr í sögu Hólastóls.“
„Hefur viðhorf pjóðarinnar til kirkju og kristindóms hreijtzt
frá pví að pér voruð að alast upp?“
„Nokkur vandi er að svara þessari spurningu með örfáum orð-
um, og er það trauðla mitt meðfæri. Mestu breytinga- og allt
að því byltingatímar hafa gengið yfir þjóðlíf vort á öllum svið-
um hin síðustu fimmtíu árin. Að sjálfsögðu liafa ýmsar þær öru
breytingar, sem átt hafa sér stað, breytt viðhorfi mjög margra
gagnvart kirkju og kristindómi. Kennimönnum vorum er, að
mínu áliti, meiri vandi á höndum nú en var fyrir hálfri öld síð-