Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Page 26

Kirkjuritið - 01.10.1956, Page 26
PTSTL3R Bjartai kirkjur. Nýmyndun þessara miklu breytingartíma nær einnig til kirkju- húsanna. Margar kirkjur eru reistar um allar jarðir og sumar all- nýstárlegar við fyrstu sýn. Kirkjustíllinn er afarforn og hefur haldizt í megindráttum um aldir. Það ber að muna og virða. Ef betur er að gáð sést líka, að jafnvel þar, sem útlit kirknanna virðist hvað mest stinga í stúf við fortíðina, er þó hið innra þess oftast gætt að varðveita hinar fornu erfðir m. k. að miklu leyti. Hér verður aðeins bent á fáein augljós einkenni nýkirknanna. Margar þeirra er fremur litlar, enda oft gert ráð fyrir stækkun eða möguleiki að opna inn til safnaðarsala. Miðað er við raun- verulega þörf safnaðanna. Kirkjusókn er víðast næsta lítil og söfnuðurnir fátækir, t. d. í nýjum borgarhverfum. Hvers vegna að íþyngja mönnum með meiri álögum en aðkallandi þörf kref- ur? Jafnvel má stundum nota ódýrt efni til að koma upp bráða- birgðakirkjum á kostnaðarlítinn hátt. Þær geta samt verið hent- ugar og fagrar. Og framtíðin á þá enn betri kost umbóta og stækkunar, ef með þarf. Brött og há ris eru algeng, sum ná niður undir jörð. Minna dálítið á íslenzk bæjarþök og burstir. Stundum eru þökin í boga- stíl. Þegar komið er inn fyrir dyrastaf þessara kirkna, er Ijóst, að þar gætir mjög gotneskra áhrifa. Að öðrum þræði er hér um nokk- urs konar útfærslu, að hinum um nokkur frávik og tilbrigði þessa stíls að ræða. Lýsing er sérstaklega nýstárleg og eftirtektarverð. Sumir stafnanna eru alveg úr gleri af sérstakri gerð. Stundum jafnvel önnur hliðin. Sé miklu til kostað og efni fyrir hendi eru glermálverk í stað altaristöflu og einnig til skreytinga. Þetta m. a. gerir nýju kirkjurnar bjartar og svip þeirra léttari og glaðari

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.