Kirkjuritið - 01.10.1956, Qupperneq 29
PISTLAR
371
Helgispjöll og óvirðing
heilags orðs.
Það sýnist fremur fara í vöxt, að menn ýmist af hugsunarleysi
eða vitandi vits sýni helgum stöðum og helgum ritum lítilsvirð-
ingu. Hirðingu kirkna og grafreita og umgengni um þá staði er
sums staðar ábótavant. Sumir eru hættir að hirða um að taka
ofan, þegar þeir koma í kirkju. Illa kann ég líka við, að menn reyki
þar inni, þótt á virkum dögum sé og aðeins kannski að ræða um
söngæfingu. Mörg eru vanhirðing kirkjugarðanna. Fleira mætti
til týna.
Misnotkun ritningargreina og sálmversa er heldur ekki að verða
ótítt fyrirbæri. Bifreið mikillar verzlunar í Reykjavík ber þessa
áletrun: „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.“ Ágætir palladóm-
ar um þingmenn nefnast: „Sjá þann hinn mikla flokk.“ Prýðileg
hagfræðigrein heitir: „Leið oss ekki í freistni.“ Og enn hefi ég
heyrt að sölukrá hafi kallast Skálholt.
Þetta er allt óneitanlega heldur smekklítið. Er heldur hægt að
segja, að það sé með öllu meinlaust? Það særir suma, en leiðir
aðra til lítilsvirðingar og vanmats á hlutum, sem öllum ber að
halda í heiðri.
Eining kirkjunnar.
Nýlega var frá því skýrt í erlendu blaði, að fyrir nokkrum ár-
um hefði náðst samkomulag um, að prestar ensku kirkjunnar
mættu taka til altaris þá menn, er tilheyrðu þjóðkirkjum Norður-
landa. Og norrænir prestar gjalda þetta í sömu mynt. Þetta þóttu
góð tíðindi og allmikil. Mér finnst samt umhugsunarverðast að
þetta skuli ekki alltaf hafa leyfst og viðgengist. Hygg líka, að á
þessu sviði höfum við íslendingar verið og séum til nokkurrar
fyrirmyndar. íslenzkir prestar munu yfirleitt ekki spyrja þá menn
um trúarskoðanir þeirra eða kirkjusiði, sem óska að ganga til alt-
aris eða vera þjónustaðir.