Kirkjuritið - 01.10.1956, Síða 41
WALKER ORGELSMTÐJURNAR
383.
rúmum 300 árum. Það er eins konar brennipunktur hinnar nýju, þýzku
orgelhreyfingar, er hófst upp úr fyrri heimsstyrjöldinni.
Af öðrum frægum Walckers orgelum skulu fáein nefnd:
í Pálskirkju, Frankfurt a.M., 3 hljómborð, 2 fótspil, 74 raddir (1833)..
í Michaeliskirkju, Hamborg, 5 hljómborð, 2 fótspil, 165 raddir (1912)..
(22 raddir þess orgels eru byggðar í háhvelfing kirkjunnar og hljóma „eins.
og englasöngur af hæðum").
I Kongresshöllinnni í Nurnberg, 220 raddir, (1936). Það er stærsta orgel
álfunnar.
Utan Þýzkalands hljóma nú yfir 1200 Walckers-orgel í kirkjum, trúboðs-
stöðvum og sönghöllum í yfir 60 iönduin i öllum heimsálfum. Nefna má:
„Bla Hallen“ i Stokkhólmi, Rikishöllina í Barcelona (byggt fyrir heims-
sýninguna 1929 og hlaut þar „Grand Prix“), dómkirkjur í Osló, Vínarborg,
Rlga, Moskva, Cork (írlandi), Ilelsingfors, Neapel, Rotterdam, Boston,
Péturskirkjuna í Róm, o. fl. o. fl.
Arið 1949 hefst nýr þáttur í starfsemi Walckers, en það er smíði smá-
orgela i stórum stíl eftir föstum gerðum (standard dispótionir). Þessi orgel
hafa náð miklum vinsældum, og framleiðsla þeirra fer ört vaxandi, enda
eru þau hvort tveggja i senn, vönduð og ódýr. Smá-orgelin hafa 3 til 11
raddir.
Eitt nýjasta stórvirki Walkers var bvgging nýs orgels í ráðhúsið í Inns-
bruck, sem var vígt með mikilli viðhöfn á þessu ári.
Hingað til lands eru nú komin nokkur orgel frá Walcker: í Hafnarfjarðar-
hirkju 1955, 30 raddir, sérstætt og mjög fullkomið, og í Laugarneskirkju
1 Reykjavík, 19 raddir, mjög vandað orgel, sem sett var upp á þessu sumri.
Auk þeirra eru komin smá-orgel í Fríkirkjuna í Hafnarfirði, 10 raddir og
Kópavogsskóla, 6 raddir, og fleiri eru væntanleg.
V’alekers smiðjurnar hafa nú starfað að orgelbyggingum í 175 ár og
yfir 100 ára skeið hafa þær, eins og fyrr segir, haft frumkvæði að flestum
nyjunguin og forystu í endurbótum á sviði orgelsmíða.
^ onandi auðnast þeim enn um langan aldur að leggja sinn stóra skerf
f'f 'iðhalds kirkjusöngs, trúar- og tónlistarlífi.
Hafnarfirði, 2. sept. 1956.
P. K. P.