Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Side 42

Kirkjuritið - 01.10.1956, Side 42
Scra Qardar Svavarsson, (immlugur Þann 8. sept. sl. átti séra Garð- ar Svavarsson sóknarprestur í Laugarnesi fimmtugsafmæli. Ber Kirkjuritinu að minnast þess, því að sr. Garðar er einn af þeirn prestum landsins, sem hvað mest starf á að baki í kirkjunnar þágu, enda þótt aldurinn sé ekki hærri en þetta. Þegar prestaköUum í Reykjavík var fjölgað árið 1941, fóru kosning- ar fram í hinum nýju köllum, eins og lög gera ráð fyrir. I einu þeirra var þó kosningin nánast formsat- riði eitt. Það var í Laugarnesi. Öll- um fannst það sjálfsagt, allir vissu það raunar fyrirfram, að þar væri sr. Garðar Svavarsson hinn sjálf- kjörni prestur, enda datt engum í hug að sækja á móti honum. Löngu áður en lögin um hina nýju skipun prestakalla voru sett, hafði sr. Garðar unnið mikið og óeigingjarnt starf í kirkjumálum Laugamesbúa. Hann var búinn að húsvitja þá oft, hafði talað við fólkið um kirkjumál og kristindóm, hann hafði samkomur með börnum og guðsþjónustur með fólkinu, enda þótt ekkert væri embættið og engin kirkjan. En það var unnið af brennandi áhuga fyrir málefninu, það var unnið af samvizkusemi og fórnfýsi. Það var unnið í þeirri trú, að „d stnum tíma munum vér uppskera, ef vér gefumst ckki upp.“ Og starfið óx, og verkið bar ávöxt. Prestakall var stofnað, söfnuður var myndaður, og svo reis kirkjan á sínum tíma, byggð á traustum gnmni forn- fýsinnar og bjartsvninnar og hins þrautseiga starfs. Sr. Garðar sá hinn bless- unarrika árangur, fann hina heitu og sönnu starfsgleði. Og sjálfur hefir hann vaxið í sínu mikla starfi. Enn starfar hann í sinni öruggu trú á gildi kristin- dómsins fyrir mannlegt líf, og trú á það, að í samfélaginu við Drottinn vom og frelsara Jesvi Krist eigi hver maður hið eina nauðsynlega. G. Br.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.