Kirkjuritið - 01.10.1956, Síða 44
386
KIRKJURITIÐ
2. Aðalfundur Prestafélags íslands 1956 samþykkir að kjósa þriggja
manna nefnd úr liópi búandi presta, er athugi:
a) hvernig ráða megi bót á þeim vandkvæðum, er nú steðja að þeim
prestum, er búskap reka.
b) hvernig prestssetursjarðirnar verði bezt nvtjaðar.
c) hvernig bezt verði samrýmd hin kirkjulega þjónusta og búskapurinn.
Nefndin skili áliti sinu til stjórnar prestafélagsins eigi síðar en mán-
uði fyrir næsta aðalfund.
I nefndina voru kosnir: Sr. Sveinbjöm llögnason, sr. Sigurjón Guð-
jónsson og sr. Pétur T. Oddsson.
3. Aðalfundur Prestafélags Islands 1956 samþykkir að kjósa þriggja
manna nefnd til þess að athuga framkomnar tillögur um aukaverka-
greiðslur og senda álit sitt til prestafélagsstjórnarinnar.
Kosnir voru: Sr. Oskar J. Þorláksson, sr. Kristján Bjamason og sr.
Magnús Guðmundsson (í Olafsvík).
Ur stjórn prestafélagsins áttu að ganga þeir sr. Jakob Jónsson, sr. Sigur-
jón Guðjónsson og sr. Sigurbjörn Einarsson, en vom allir endurkjörnir.
Aðrir í stjórninni eru: Sr. Sveinbjörn Högnason og sr. Jón Þorvarðsson.
I varastjórn voru kosnir: Sr. Sveinbjöm Amason og sr. Jón Auðuns og end-
urskoðendur þeir sr. Asgeir Asgeirsson og sr. Jósep Jónsson.
Kosnir voru fulltrúar á þing B. S. H. B.: Sr. Jakob Jónsson, sr. Jónas Gísla-
son, sr. Bjarni Sigurðsson, sr. Gunnar Arnason.
Fulltrúar á þing samtaka gegn áfengisbölinu: Sr. Magnús Guðmundsson,
Olafsvík og sr. Björn Jónsson, Keflavík.
Að lokum flutti formaður nokkur kveðjuorð og sleit fundi.
Var þá gengið í kapelluna. Sr. Björn Jónsson flutti ræðu og bæn. Á
undan var sunginn sálmurinn: Eilíf miskunn að þér taktu, en á eftir:
Gefðu að móðurmálið mitt.
Jón Þorcarðsson.
4.,——..—„„—..—..—..—,.— „4.
------------I Erlendnr frctrir-----------------------
+-------------------------+
Dómkirkj’uráðið í Stokkhólmi gagnrýndi veraldlegu kirkjustjórnina all
harðlega nýlega á fundi. I ályktun þess segir á þá lund, að þótt varla verði
sagt, að ríkisvaldið sé beinhnis fjandsamlegt í garð kirkjunnar, sem þvi
raunar beri að styðja og vernda, þá hafi það oft sýnt henni næsta mikið