Kirkjuritið - 01.10.1956, Page 46
388
KIRKJURITIÐ
nokkru sinni hafi orðið árekstrar mOli okkar. Sennilega sakir þess, hve hann
var innilega trúaður og einlæglega kristinn. Hann virtist ævinlega taka
mest tOlit til andlegra sjónarmiða. Lundúnir hafa mist góðan borgara og
vitran leiðtoga við fráfall hans, mann, sem með sinni ríku samúð kriddaði
og bætti hversdagslíf okkar allra.“
lvar Stanley Watkins fyrrum aðstoðarbiskup í Malmesbury hefir ver-
ið skipaður biskup í Guildford á Englandi.
Mikil blaðaskrif urðu um vændi í Lundúnum á þessu sumri. Þykir
það hafa færzt ískyggilega í aukana á síðustu árum, og vera nú orðið næsta
tekjumikil ,,atvinnugrein“ bæði hvítra þrælasala innlendra og erlendra og
sumra vændiskvennanna. Þetta hefir vakið óhug og andúð meðal almenn-
ings, en stjómarvöldin fara sér enn hægt í að grípa í taumana. Samt er talið
að rnálið verði trauðla þagað i hel, enda voði á ferðum fyrir þjóðarsómann
og hina uppvaxandi kynslóð.
Miðstjórn alkirkjuráðsins hélt fyrsta fund sinn „austan jámtjalds-
ins“ í byrjun ágúst sl. Fundarstaðurinn var Buda-Pest og segja fundar-
menn, að þeim hafi verið innilega fagnað, bæði af prestum og almenningi
þar í borg. Guðþjónustur voru mjög fjölsóttar og Beroczky biskup fonnaður
almennu kirkjunefndarinnar í Ungverjalandi lét þá ósk i ljósi, að fundurinn
ætti nokkurn þátt í því að skapa það heimsástand, að menn lifðu hlið við
hlið í „opnum þjóðfélögum“ og deildu í æ rikari mæli andlegum, menn-
ingarlegum og efnalegum verðmætum." — Því var lýst yfir á fundinuni 1
nafni ungverskra vfirvalda að Lajos Ordass biskupi yrði sleppt úr haldi,
og myndi hann sennilega fá á ný kennimannleg réttindi. — Það kom og
fram að bæði rússneska rétttrúarkirkjan og kínverska kirkjan æsktu eftir
að taka þátt í alkirkjuráðinu. Er þar um rnikla og gleðilega stefnubreyt-
ingu að ræða, sem styrkir mjög aðstöðu alkirkjuráðsins, og gerir það
miklu réttnefndara en áður hefur verið. Skortir þó mikið á þar sem rom-
verska kirkjan stendur enn utan þess. Margt bendir þó til þess, að þratt
fyrir allt fari sá skilningur vaxandi í austri og vestri, að heimurinn geti ekki
án kristindómsins verið, og að hlutverk kirkjunnar muni aukast á komandi
árum, af því að hún boðar hið sanna bræðralag.
Sonur John Fosters Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur ny-
lega tekið kaþólska prestsvígslu. Hefir þetta vakið nokkra athygli m. a. sakir
þess, að foreldrarnir eru heittrúaðir öldungakirkjumenn. Þessi nýi prestur