Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 9
KIRKJURITIÐ 3 er metin mest, og henni fleygir fram, en hættan vofir yfir, að samvizka og sannfæring verði hungurmorða. Og nú er svo komið, að mannkynið stendur á öndinni af ótta við eigið hrun — að það taki sér sjálft sína eigin gröf og líði undir lok. En hvað um vora litlu þjóð? Höfum vér sótt fram yfir brúna samkvæmt boði Krists, eða höfum vér metið meira að reisa á henni fastan bústað heimslundar og efnishyggju? Höfum vér gengið til góðs götuna fram eftir veg? Vissulega er saga þjóðar vorrar mikil orðin, saga sigra og ósigra, sólskinsbletta í heiði og svartra helskýja. En þess er ekki að dyljast, að hún hefir áður fyrr orð- ið fyrir voðalegu hruni af völdum ofstopa og eigingirni, skammsýni og villu, og glatað frelsi sinu og sjálfstæði. Og nú loks, þegar það er aftur fengið og ytri velmegun og lifsþægindi meiri en nokkru sinni áður, þá er hún í háska stödd sökum of lítillar trúar og siðgæðisskorts. Henni hefir gleymzt, að veröldin er aðeins brú, sem á að fara yfir. Hún vill reisa bústað á henni. Þessa heims gæði eru henni fremur mark en meðal og byrgja mörgum Guð og himininn. Sjónarmiðið er orðið jarðbundnara en fyrr, svo að minnir á dæmisöguna um ríka bóndann, sem batt hug sinn við kornhlöðurnar og það að eta og drekka og vera glaður. Þröngsýni og sjálfselska sverfa að. I stað þess að spyrja: Hvað getum vér unnið fyrir ættjörð vora, er oftar spurt: Hvað getur ættjörðin gjört fyrir mig? Nei, vér megum ekki ætla oss þá dul, að vér getum leyst efnahagsvandamálin miklu, sem nú steðja að oss og eru sjálfskapavíti, án þess að vér viljum fórna einhverju fyrir þjóð vora. Eigum vér siðgæðisþroskann, sem til þess þarf? Það er aðeins eitt, sem fær bjargað þjóðinni — sið- ferðileg endurnýjun, runnin frá kristilegri trú, lífsmagnan kristindómsins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.