Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 28
22 KIRKJURITIÐ kirkjudeild hafi átt flesta dýrðarmenn fyrr og síðar. Þess vegna er hún langfjölmennasta kirkjudeildin þann dag í dag. Hún er svo stór, að hún þolir næstum ótrúlegar ávirðingar, lík fjalli, sem heldur tign sinni og töframætti, þótt alltaf séu að falla í því skriður. Þar með er ekki sagt, að hvort heldur kaþólsku kirkjunni eða öðrum kirkjudeildum sé leyfilegt, og verði alltaf óhætt, að syndga upp á náðina og fremja hinar og þessar óhæfur í skjóli verðleika sinna. Nú eru áreiðanlega þeir tímar bæði hérlendis og erlendis, að þjónar kirkjunnar verða að varast að gefa meiri höggstað á sér en ástæða er til. Það verður frekar að auka þjón- ustuna og ljósburðinn en blása upp veraldarkröfurnar og heims- ljómann. „Guð verður aö fara.“ Þessa látlausu yfirskrift ber einn kaflinn í nýrri bók eftir Bjarna Benediktsson frá Hofteigi um Þorstein Erlingsson. Það er að mörgu leyti skemmtileg bók og fróðleg, en til eru þeir staðir, þar sem óneitanlega kennir nokkurs steigurlætis og helzt til mikilla fullyrðinga. Því til stuðnings tilfæri ég þessar línur úr áðurnefndum kafla: ,,En Örlög guðanna eru miklu meira en árás og spásögn. Frá sögulegu sjónarmiði táknar kvæðið áfanga á hugsunarferli þjóð- arinnar. .. . Níu öldum áður hafði ókunnur höfundur kveðið Völuspá, kvæðið sem táknaði endalok hins forna hugmynda- heims á Norðurlöndum; það eru reikningsskil íslendings við veröld, sem komin var að fótum fram. Örlög guðanna voru hlið- stæð reikningsskil, kveðin að upphafi annarra aldahvarfa í hugs- unarsögu þjóðarinnar. Og það mun láta nærri, að allt, sem ís- lendingar hugsuðu frá lokaerindinu í Völuspá til upphafsvís- unnar í Örlögum guðanna, hafi verið barnagaman eitt hjá þess- um kvæðum, þeim datt ýmislegt gott í hug, þeir sögðu sitthvað fallegt; en aðeins í þessi tvö skipti komu þeir orðum að heims- tækri (kosmískri) hugsun. Aðeins í þessi tvö skipti voru ör- lagamál heillar þjóðar á dagskrá þeirra. I Örlögum guðanna tók Þorsteinn Erlingsson upp hinn forna þráð Völuspár og brú- aði í einu bili níu alda haf.“ Þá veit maður það! Það liggur við, að maður haldi, að hér hafi B. B. sagt jafn mikil og örlagaþrungin orð og Þorsteinn

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.