Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 19
KIRKJURITIÐ
13
Allsherjarnefnd þingsins, þeir Gísli Sveinsson, Þorgeir Jóns-
son, Sigurður Pálsson, Jón Ólafsson og Sigurður Gunnarsson,
lagði til, að tillagan yrði samþykkt óbreytt, og féllst þingið á
það og afgreiddi hana með samhljóða atkvæðum. En tillagan
var á þessa leið:
Kirkjuþingið ályktar að skora á Alþingi að lögleiða frumvarp
það um kirkjubyggingar og þátttöku ríkissjóðs í stofnkostnaði
kirkjuhúsa, sem áður hefir verið borið fram á þingi, síðast 1946,
þar sem ákveðið er, að ríkissjóður beri % hluta stofnkostnaðar,
en söfnuðir að öðrum hluta ásamt viðhaldskostnaði kirknanna.
Telur Kirkjuþingið æskilegast og eðlilegast, að ríkisstjórnin
annist um flutning þessa máls á Alþingi, en ella verði það flutt
úr hópi þingmanna, enda myndi málið, ef framgang hlyti, leysa
til hlítar hinn mikla vanda um kirkjubyggingar í þjóðkirkju
landsins.
IV. Tillaga til þingsályktunar um skilgreining á takmörkum
milli þjóökirkju- og fríkirkjusafnaöa. Lögð fram af Gísla Sveins-
syni.
Tillögunni var visað til allsherjarnefndar, en málið varð ekki
útrætt.
Tillagan var svohljóðandi:
Kirkjuþingið ályktar að beina því til kirkjustjórnarinnar, að
hún gefi út rökstutt álit um viðhorf þjóðkirkjunnar og embætt-
ismanna hennar, einkum biskups, til utanþjóðkirkjusafnaða í
landinu, hver séu eðlileg og lögleg takmörk milli þessara aðila
og hvort biskup íslands („biskupinn yfir íslandi") hafi gagnvart
fríkirkjum rétt eða skyldur og þá hverjar.
V. Áskorun um hœkkun styrks til Kirkjubyggingarsjóös,
lögð fram af Ásmundi Guðmundssyni og Gísla Sveinssyni:
Kirkjuþingið leyfir sér að skora á háttvirt Alþingi að hækka
framlag til Kirkjubyggingasjóðs úr 500.000 kr. á ári í 1.000.000
kr.
Tillögunni var vísað til allsherjarnefndar, er skilaði svofelldu
áliti:
Allsherjarnefnd hefir á fundum sínum rætt áskorun um hækk-
un styrks til Kirkjubyggingasjóðs og mælir með, að hún verði
samþykkt óbreytt. Nefndin vill þó taka fram, að hún telur