Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 13
KIRIÍJURITIÐ 7 Sá arfur mun duga til fullorðinsáranna og stofnunar nýj- um heimilum. Þá mun þjóðin í heild finna sjálfa sig og það sannast, að fyrir andans framför eina fólksins hönd er sterk. Þá mun þjóðin keppa fram að vilja hans, sem er vegur- inn, sannleikurinn og lífið. Þá verða komandi ár oss gæfu- ár og blessunar. Þá verður þjóðin Guðs þjóð. * En Jesús segir þessi orð einnig við oss hvert um sig, alveg eins og lærisveinana forðum: Veröldin er brú, far yfir hana, en reis þér ekki bústað á henni. Þetta er heilræðið, sem hann gefur oss á morgni nýja ársins. Fer yður ekki líkt og mér, er þér lítið til baka? Finnst yður ekki lífið hafa verið ferð? Margt hefir þar verið veikt og mjög ófullkomið. En þegar vér lítum yfir þær stundir, sem hugur vor hefir komizt hæst og vér fundið það, sem vér eigum sannast og bezt — þegar vér höfum virt það fyrir oss, sem vér getum talið hæstu tindana í lífi voru, þá er oss unnt að sjá, að línan milli þeirra, ofar jafnsléttu daglega lífsins, bendir í himininn. Vegferðin yfir brúna beinist að öðru og æðra lífi. Og hvort sem langt er eftir hennar eða skammt hér á jörð, þá reisum oss ekki bústað á brúnni. Leggjum aldrei allan hug við erfiði, umsvif eða stundargæði þessa lífs, heldur það, er auðgar, göfgar og eflir andann. Það er eilíf eign vor. Þetta líf er aðeins undirbúningur undir annað æðra, líkt og einn bekkur í eilífum skóla tilverunnar. Sumir ætla að vísu, að við þá lífsskoðun verði dregið úr framkvæmd- um þessa lífs, en það er misskilningur. Við hana á jarð- lífið að verða heilagt og hvert starf þess með einhverjum hætti fá eilífðargildi. En jafnvel fyrir þetta líf eru þeir dánir, sem ekki trúa á annað. Burt með bölsýni og ör- vænting um framtíð mannkynsins, sem lamar hug og hönd

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.