Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 25
KIRKJURITIÐ 19 ús Kristur og kenning hans muni lifa af andblástur vorra tíma úr ýmsum áttum, og aö heimurinn þurfi þeirra viö? Heimurinn þarf fyrst og fremst kristindóms við. Ég tel, að hin nýja „þekking“ auki á þörfina fyrir kristindómi og geri hann öllum skiljanlegri og nauðsynlegri í framtíðinni. „Eng- inn guð“ segir heimskinginn. Hvað sagði Einstein?! 10. Finnst þér, aö prestarnir gœtu ekki eitthvaö breytt um til bóta til aö örva kirkjusóknina? Gera söfnuðirnir yfirleitt skyldu sína, eöa gœtu einstaklingarnir eitthvað lagt fram til þess aö þeim fyndist guösþjónustan bœöi eftirsóknarverö- ari og áhrifameiri? Presturinn er aðeins þjónn. Og hans hlutverk er að boöa kristindóminn ómengaðan og blátt áfram. Ég er persónu- lega lítið hrifinn af öllu því, sem gert er til að vekja „for- vitni“ fólks eða því um líkt. Það er hin innri þörf, sem hér er um að ræða. Guðs ríki er hið innra með mönnunum. Góð músik er sjálfsögð, og fegurð í kirkjum er sjálfsögð, eins og öll fögur form. Söfnuðirnir eiga að taka þátt í guðs- þjónustunum, meðal annars með því að syngja frá eigin brjósti. 11. Hvað finnst þér um útvarpsmessur? Útvarpsmessur eru góðar, en betra er að vera viðstaddur messugjörðina. 12. Ertu sjálfur oröinn leiöur á aö fara í kirkju? Nei. Ég fer ævinlega í kirkju, hvar sem ég er staddur í heiminum, þegar ég get. Auk þess er ég vanalega tvisvar á hverjum sunnudegi í Dómkirkjunni. 13. Minnist þú ekki einhverra hátíölegra, fagurra og áhrifamik- illa stunda frá setum þínum viö kirkjuorgeliö, bœöi þegar gleöi og sorg ríkti í kirkjunni? Vildir þú gjöra svo vel aö segja frá einhverjum slíkum í stuttu máli? Jú, en þær eru svo margar, að ég get ekki bent á neina sér- staka í svo stuttu máli. Væri ljúft að víkja að því síðar í ritinu. 14. Vilt þú aö lokum koma hér einhverri orösendingu á fram- fœri til þjóöarinnar varöandi þessi mál? Já. Ég vil hvetja alla til að „taka undir“ í kirkjunum, og hjálpa þannig til að efla áhrif guðsþjónustunnar, sjálfum sér til uppbyggingar og sálubótar fyrst og fremst.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.