Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 24
18 KIRIÍJURITIÐ 2. Dreymdi þig nokkuö um aö gera organleik aö œvistarfi þínu? Já, oft dreymdi mig það. En hafði litla trú á því, að svo yrði. 3. Hefir trúarleg eöa kirkjuleg músik heillaö þig annarri mús- ik fremur um dagana? Öll góð músik hefir heillað mig. En þó Bachs-músik einna mest. En Bach er mesta og merkasta tónskáld evangelísku kirkjunnar. 4. Telur þú, aö kirkjuleg tónlist standi annarri tónlist á sporöi, eöa jafnvel framar, í fortíö og nútíö? Og aö hún muni lika eiga framtíö fyrir sér? Á tímabili stóð kirkjuleg tónlist hærra en nokkur önnur tónlist. Og kirkjunni á tónlistin mikið að þakka. Kirkjuleg tónlist hlýtur að eiga mikla framtíð fyrir sér. Árlega eru samin ágæt kirkjuleg tónverk, og þeim fer, að ég held, ört fjölgandi. 5. Þarf tónskáld ekki aö vera trúhneigt til aö geta samiö sálma- lag eöa sambœrilega tónlist? Tónskáld þarf að vera trúhneigt til að geta samið góða kirkjutónlist. Bezta dæmið er Bach, sem var innilega trú- aður. En sum af okkar ágætu sálmalögum eru til sem þjóð- lög áöur en samin voru við þau andleg vers. Dæmi: Ó, höf- uð dreyra drifið, Ofan af himnum boðskap ber, o. m. fl. 6. Hvaöa trúarleg tónlist þín er þér kœrust? „Þú mikli, eilífi andi“ úr Alþingishátíðarkantötu Davíðs Stefánssonar. 7. Hefir maöur eins og Bach svipuö áhrif og sams konar gildi fyrir „trúaöa“ og trúlausa, ef þeir eru aöeins músikalskir? Bach hefir sterk áhrif á allar músikalskar sálir. Hann samdi jöfnum höndum andlega ag veraldlega músik. Passíur hans og kantötur og h-moll messan hlýtur að hafa meiri áhrif á trúar-áheyrendur en aðra. Að vísu geta menn fylgzt með snilldinni, en religiös maður finnur enn meira út úr verk- unum, að ég hygg, sérstaklega þegar fylgzt er með samræmi orðanna og tónanna, hvernig Bach túlkar guðsorð í tónum. 8. Er list slíkra manna „inhblásin“ aö þínum dómi? Já. 9. Hver er höfuöafstaöa þín til kristins dóms? Teluröu, oð Jes-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.