Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 43
KIRKJURITIÐ 37 né minnu að ráða fram úr. Og það er þeim til hugleiðingar, hvort hin trúarlega hlið uppeldisins er nú ekki um of vanrækt. Þeir synir, sem hér skrifa, virðast þakka það af heilum huga, að mæður þeirra létu það atriðið sízt undir höfuð leggjast. Myndir höfundanna og þeirra mæðra, sem myndir eru til af, eru í bókinni. G. Á. Jónas Tómasson: Helgistef. Sálmabók og Orgelverk. Isafiröi 1958. Sum lög Jónasar Tómassonar tónskálds eru löngu orðin þjóð- kunn og vinsæl mjög, einkum lagið við sálminn: ,,Ó, faðir, gjör mig lítið ljós“. Hér bætast við ýms ágæt lög, t. d. sorgarlögin síðast í bókinni. Má gjöra ráð fyrir, að þau lifi lengi með þjóð- inni, og organistar leiki í kirkjunum forspilin og eftirspilin, sem í bókinni eru. Yfirleitt er mikill fengur að þessum fallegu lögum. Einar Jónsson: Þallir. Helgafell 1958. Þessi ljóðabók er ein hinna góðu bóka, sem út komu fyrir síðustu jól. Hún er þriðja ljóðabók höfundar. Hinar fyrri eru: .»Að morgni“ og „Brim á skerjum". Vald höfundar á efni og rími vex stöðugt, svo að hiklaust má telja hann skipa hinn æðra bekk með ljóðskáldum landsins. Hann er fnjög vandvirkur, svo að hvert og eitt ljóð hans er vel gert. Á einstaka stað víkur hann þó út frá venjulegum reglum um st^uðla og höfuðstafi, vafalaust með vilja. En ekki þykir mér prýði að því, hvorki hjá honum né öðrum. Hér er ekki rúm til þess að fara nánar út í einstök kvæði, eða gjöra samanburð á þeim. Tilþrifamest þykir mér vera „Ávarp Fjallkonunnar". Það er bæði veigamikið og yndislegt kvæði. Eins sakna ég mjög, sem er að finna í eldri hjóðum skáldsins: Sálma. Því að höfundur er sálmaskáld gott. Er einn sálmur eftir hann í sálmabókinni nýju, hvítasunnu- sálmurinn: „Send mér eld í anda“, og sómir hann sér vel. — .Einar las guðfræði og ætlaði sér að verða prestur, en margra ára sjúkdómsþrautir bönnuðu það. Mér virðist hann eiga margt, Sem til þess þarf að verða mikið sálmaskáld: sterka trú, djúpa hfsreynslu, þroskaðan fegurðarsmekk og góð tlök á íslenzku máli. Jafnframt því sem ég óska honum til hamingju með þessa hók hans, vil ég skora á hann að stilla hörpu sína á ný til þess að yrkja sálma og vinna þannig þjóð sinni og kirkju. Á.G.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.