Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 50
48 KIRKJURITIÐ fyrirhuguðu kirkju. Þá var hringt klukkum gömlu kirkjunnar. Sungn- ir voru sálmar á undan og eftir, svo og á milli þátta. Að athöfninni lokinni bauð Jón Bjartmar Sigurðsson, sóknarnefndarmaður og hótel- haldari, til góðgerða í Hótel Reykjahlíð. Þar lágu fyrir uppdrættir hinnar nýju kirkju. Þá hefir gert Jóhannes Sigfinnsson, sóknarnefnd- armaður og bóndi að Grímsstöðum, og útskýrði hann þá fyrir að- komumönnum. Friðrik A. Friðriksson. Bláa stjarnan. Svo nefnist nýtt blað, er Bláa Bandið og AA-sam- tökin á Islandi gefa út. Fer það vel af stað. 1 jólaheftinu má einkum nefna „Jól“, hugleiðingu eftir séra Jón Thorarenesn, og „Jól of- drykkjumannsins" eftir Jónas Guðmundsson skrifstofustjóra. lilrlendar frútiir. BiskuTpsvígsla í Uppsölum fór fram 18. janúar s. 1. Vígði þá erki- biskupinn nýi, Hultgren, Bolander til biskups í Lundi og Josefsson til biskups í Hernösand. Erkibiskupinn bað biskup Islands að koma og aðstoða við vígsluna, en hann gat ekki farið sökum embættis- starfa hér heima. Safnaðarháskólinn (Menighetsfakultetet) í Osló varð fimmtugur fyrir áramótin. Hann var upphaflega stofnaður til að stemma stigu við „nýju guðfræðinni", og var prófessor Sigurd Odland einn helzti hvatamaður þess. Nú hafa um 1200 kandídatar útskrifazt frá skólan- um eða allmikill meirihluti núlifanda norskra presta. Ýmsir ágætir kennarar hafa starfað við skólann, þar á meðal Peter Hognestad Björgvinjarbiskup og Johannes Smemo Oslóarbiskup og Hallesby. Fáeinir Islendingar hafa dvalizt þar iengri eða skemmri tíma. Talið er, að „The People’s Church“ í Torontoborg í Kanada sé mesti kristniboðssöfnuður heimsins. Hann kostar nú 360 kristniboða til starfs. Höfuðprestur hans er Dr. Osvald Smith. Eyvind Berggrav biskup er látinn. Hans verður getið í næsta hefti. r ---------s. KIHKJVRITIB Tímarit gefið út af Prestafélagi Islands, kemur út 10 sinnum á ári. Ritstjórar Ásmundur Guðmundsson og Gunnar Árnason. Árgangurinn kostar 60 krónur. Afgreiðslu annast Elisabet Helgadóttir, Hringbraut 44, Reykjavík. Sími 14776. Prentsmiðjan Leiítur V.-----------------------------------------------------------2

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.