Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 23
Heimurinn þarf fyrst og fremst kristindóms við. Viðtal við tlr. Pál ísólfsson tónskáld. (Dr. Páll Isólfsson hefir verið þjóðkunnur um áratugi, enda einn af fremstu organleikurum samtím- ans og gott tónskáld. Þar að auki verið organisti við Fríkirkjuna í Reykjavík í 13 ár, en siðustu 20 ár- in við Dómkirkjuna. Tónlistarráðu- nautur Otvarpsins og stjórnandi hins fræga „Þjóðkórs". Skólastjóri Tónlistarskólans lengst af. Hann er fæddur 12. okt. 1893 á Stokkseyri, sonur Isólfs Pálssonar organleikara þar og konu hans Þuriðar Einars- dóttur. Hafa margir frændur hans fyrr og síðar verið kirkjuorgan- leikarar. Nam tónlist og organleik í Leipzig í fimm ár og var þar um skeið aðstoðarmaður próf. Straube við Skt. Thomaskirkjuna. Hefir haldið fjölda tónleika utan lands og innan. Samið mörg smærri og stærri tónverk, m. a. Alþingishátíð- arkantötu 1930. Doktor við Óslóar- háskóla. - Dr. Páll Isólfsson nýtur, sem kunnugt er, mikilla vinsælda og virðingar um land allt, enda hefir hann löngum farið fremstur og borið merkið hæst á sínum vett- vangi. Nafn hans verður lengi uppi. — G.Á.) Kirkjuritið lagði eftirfarandi spurningar fyrir dr. Pál: 1. Varst þú ekki ungur, þegar þú fórst aö sækja kirkju, og hvaö varstu ganmll, þegar þú lékst fyrst viö guðsþjónustu? Og hvar? Já, mjög ungur. Ég held ég hafi verið 10 ára, þegar ég lék fyrst í Stokkseyrarkirkju, en þar var faðir minn organ- leikari. 2

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.