Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 30
24
KIRKJURITIÐ
ur afsönnuð en sönnuð á sama hátt og það, að segull dregur
að sér stál, eða eitthvað þess háttar. Víst er unnt að færa líkur
bæði með og móti henni, en hún er hreint trúaratriði þrátt fyrir
það. „Trúið á Guð!“ sagði Jesús Kristur. Og þau ummæli hans,
sem komast næst því að benda mönnum á sannanir fyrir tilveru
hans, eru þessi ummæli í Jóhannesarguðspjalli: „Ef sá er nokk-
ur, sem vill gjöra vilja hans, liann mun komast að raun um,
hvort kenningin er frá Guði, eða ég tala af sjálfum mér.“ (Jóh.
7,17).
Það er jafn ógerlegt að taka á Guði með höndunum og sinni
eigin sál, og menn geta jafn hæglega neitað tilveru hans, ef
þeim sýnist, og þeir geta tekið upp á því, ef þeim finnst þeir
menn til þess, að telja sér sjálfum allt til gildis, sem Guði hefir
áður verið eignað og þakkað. (Hér má aðeins skjóta því inn í,
að það er gaman að lesa það í blaði, að þeir, sem eftir því sem
bezt er vitað, vilja neita allri eilífð í heimi og á himni, segja,
að eldflaug, sem skotið hefir verið á loft, muni ganga í kring
um sólina „að eilífu“.)
í stuttu máli sagt: Ég sé ekki neitt fararsnið á Guði úr heim-
inum, eða meira að segja hérlendis enn, sem betur fer. En ræði
það ekki frekar að sinni.
Bendi aðeins á önnur ummæli höf.: „Nægar heimildir eru til
um dálæti Þorsteins á meistaranum frá Nazaret." Þorsteinn
mun víst heldur ekki hafa efað, að Kristur hafi verið uppi! En
í alvöru talað: Sé Kristur rúinn öllu, sem byggist á Guðstrú
hans og hann með réttu boðar í hennar nafni, — verður þá ekki
lítið eftir til að hafa dálæti á?
Það alvarlega við þetta mál er það, ef á að fara að gera Þor-
stein Erlingsson, hið ágæta og ástsæla skáld, að allt öðrum
spámanni en hann var eða vildi vera, — jafnvel að nokkurs
konar goði. Því að mannguðir eru verstu guðir á jörðunni. Með
þeim sezt skepnan í sæti skaparans, og það getur aldrei góðri
lukku stýrt. Dæmi þess eru bæði gömul og ný. Sporin hræða!
Jólabók.
Síðast núna um hátíðarnar rif jaðist upp fyrir mér hugmynd,
sem vakað hefir hjá mér lengi. Það er alsiða erlendis, að kristi-
leg félög, yfirstjórnir biskupsdæma og ýmsir fleiri gefa út fal-
legar og efnisríkar jólabækur. Ég fékk eina í ár, sem heitir Jul-