Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Síða 11

Kirkjuritið - 01.01.1959, Síða 11
KIRKJURITIÐ 5 ig tengt dýrlegasta fyrirheit fyrir hina eldri, sem að því standa: Um leið og vér leitumst við að efla sálarþroska barnanna og leiða þau á Guðs vegum, þá ala þau oss upp til guðsríkis. Hversu dýrlegt er hlutverk foreldranna og heimilanna. Þeim er trúað fyrir barnssál, sem er heilög — sem er bæn um betra heim, og innsta og dýpsta þrá hennar, þrá til Guðs. Um hana þarf að leika andrúmsloft trúarinnar og kærleikans, fyrirbænanna og hreinleikans — allt frá fæð- ingu, já, fyrr en það. Skírnarboði frelsarans fylgir annað boðorð um það að leyfa börnunum að koma til hans, gjöra þau að lærisveinum, kenna þeim að halda það, sem hann hefir boðið, innræta þeim hugarfar hans. Þannig eiga allir foreldrar að vera kristniboðar barna sinna, hvert heimili gróðurlundur Guðs ríkis. Það eru einmitt fyrstu árin, sem móta manninn dýpst. Á þeim er lögð undirstaða uppeldisins. Hvernig er trúaruppeldið fyrsta, sem íslenzk börn njóta? Gjöra foreldrar barnanna og heimili skyldu sína? Beina þau áhrifum Krists til barnanna og kenna þeim að biðja í hans nafni? Þessar spurningar þarf að íhuga fyrir augliti Guðs og ákalla hann um hjálp til þess að varðveita perluna dýru og skæru. Séu heimilin kristin, alast þar upp kristin börn. Með kristnum heimilum skal land byggja. Þegar svo skólinn tekur að eiga þátt í trúaruppeldinu, þarf að hefja samvinnu um það við heimilin. Kristin fræði eiga aftur að verða öndvegisgrein barnafræðslunnar og í höndum þeirra einna, sem hafa á henni lifandi áhuga og kenna kristindóm með líferni sínu og framkomu allri. Þekking er góð og trúfræði við barna hæfi og unglinga, en mestu varðar, að kennarinn glæði trú þeirra svo, að hún móti líf þeirra. Og þótt nafn námsgreinarinnar sé annað, þá á kristindómurinn jafnan að vera undirstaðan — kenning Jesú Krists, studd af breytni kennarans og dag-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.