Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 14
8 KIRKJURITIÐ og er í beinni andstöðu við bjartsýni og raunsýni Jesú Krists, að hlið Heljar muni aldrei sigrast á kirkju hans. Kynslóð vor á eins og allar aðrar sitt sjálfstæða stefnu- mið og hver einstaklingur hennar, bæði þú og ég. Það er hið sama um tíma og eilífð. Allt, sem gildi hefir á jörðu, hefir það einnig á himni. Og frelsari vor er hinn sami nú og að eilífu. Fram fyrir hann eigum vér að koma, sem stendur nú við dyr nýja ársins og bendir þér og mér: Sæk fram. Ver albúinn þess að skilja við allt hér. Takmark eilífðarþroskans er svo hátt, að mannshjartað getur orð- ið snortið við það svimandi sælu. Það er fylling kærleik- ans: Verið fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er full- kominn. Nýtt ár er runnið. Ekki ár kyrrstöðu og dauða né þeirra bústaða, er hrynja í rúst, heldur ár ótal tækifæra til vaxtar og þroska, nýrra áforma til góðs — hugsjónalífs á Guðs vegum. Horfum til hækkandi sólar og tökum stefnu með henni. Himinn Guðs hvelfist yfir brúnni. Morgunroð- inn ljómar, birta hans, sem er ljós heimsins. Sækjum fram. Áfram með sólinni, yngjast skal veröldin kalda. Áfram til Guðs ríkis, látum ei myrkrin oss halda. Sólnanna sól, sértu vort lifandi skjól. Dýrð sé þér, Alfaðir alda. Gleðilegt nýár í Jesú nafni. Ég hygg, að eftirfarandi orð, sem ég las einhvers staðar, geti orð- ið oss öllum til hughreystingar: „Ég sagði við manninn, sem stóð við hlið nýja ársins: Gefðu mér ljós, svo að ég geti lagt öruggur út í hið ókunna!“ Hann svaraði: „Farðu út I myrkrið og legg hönd þína i hönd Guðs. Það verður þér ljósi betra og öruggara en kunnur vegur.“ (Georg VI á áramótum 1939—1/0). Orðin eftir: Minnie Louise Haskins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.