Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 34
28
KIRKJURITIÐ
skammt undan. Er þá lítið annað eftir en að biðja Krist að
fylgja okkur yfir á lifandi manna land.
Séra Haraldur Þórarinsson fæddist 14. des. 1868 á Efri Hól-
um í Núpasveit. Hann varð stúdent 1894 og sigldi til Hafnar-
háskóla sama ár til að lesa þar latinu og grísku, eftirlætisfög
sín. Átta ár dvaldist hann ytra, en tók aldrei fullnaðarpróf, og
mun fátækt hafa miklu valdið. Guðfræðispróf við prestaskólann
í Reykjavík tók hann 1907 og var prestur í Hofteigi 1908 til
1924 og síðan í Mjóafirði til 1945. Árið 1919 kvongaðist hann
Margréti Jakobsdóttur frá Brimnesi í Fáskrúðsfirði. Börn
þeirra eru Svava, kona Bjarna Jónssonar heildsala á Sólvöllum
í Garðahreppi, og Sverrir guðfræðiskandídat.
Sigurbjörn Á. Gíslason.
1863 var gefin út bók Ernst Renans, Ævi Jesú. Hún varð víðfræg
og geysilega mikið lesin sem kunnugt er, enda höfundur mikill stíl-
snillingur. Margir tóku líka röksemdir hans fyrir góða og gilda vöru
og töldu, að hann hefði sannað, hve guðspjöllin væru lítils vert heim-
ildarrit og Kristur birtur þar í miklu stækkaðri mynd en rétt væri.
Peter van Cornelius, málarinn víðkunni, var þá enn á lífi í Berlín,
áttræður að aldri. Hann hófst nú handa og málaði fagra mynd, er
sýnir Krist, þegar Tómas postuli lýtur honum upprisnum með þess-
um orðurn: Drottinn minn og Guð minn! — Um leið og Cornelius lagði
síðustu hönd á verkið, mælti hann: „Þetta er svar mitt við Renan!“
Gömul sögn hermir, að einhverjir spottarar segðu við litið barn,
sem kraup i bæn: „Hvernig getur þér til hugar komið að Guð hafi
tíma til að hlusta á bæn þína, hann, sem þarf að hlusta á svo marga?“
Barnið svaraði rólega og öruggt: „Ég er viss um, að þegar ég er að
biðja bænanna minna, þá segir Guð við alla englana: „Verið þið nú
hljóðir, því að ég heyri að það er lítið barn, sem er að biðja“.“ —
(Rosenberg).