Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 40
34 KIRKJURITIÐ andvígur í sumum meginefnum meira að segja. Kostir þessarar bókar liggja í augum uppi. Höfundur er sem kunnugt er mikill stílisti, vandar framsetningu sína og hefir ákveðnar skoðanir, sem hann mælir með af lifandi áhuga. Það er ennfremur megin- sjónarmið hans, að hann vill ræða vandamál samtíðarinnar í ljósi Ritningarinnar, og bendir bókartitillinn til þess. Finnst mér raunar, að hann gæti verið betri, en það eru smámunir. Enginn vafi leikur á því, að þessi bók og aðrar ræður og rit- gerðir mikilhæfra kirkjumanna, þótt þá greini á um hitt og þetta, eiga brýnt erindi til alls almennings. Ber því að fagna þeim og óska, að þær verði sem mest lesnar. Eitt höfuðmein kirkju vorrar nú er einmitt það, að hún megnar ekki að halda uppi fjölbreyttri útgáfustarfsemi til áróðurs fyrir kristna lífs- skoðun og kristilegt líferni. Það er markmið dómprófastsins með bók sinni. Edourd Schuré: Vígöir meistarar. Bjöm Magnússon prófessor íslenzkaöi. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri. Mikil bók að vöxtum og fróðleg að innihaldi. Auk inngangs að kenningu dularfræðanna skiptist bókin í átta meginkafla: Rama (Aldaskeið Aría), Krishna (Indland og Brahmanavígsl- an), Hermes (Launhelgar Egiptalands), Móses (Ætlunarverk Israels), Orfeus (Launhelgar Dyonysosar), Pyþagoras (Laun- helgarnar í Delfi), Plató (Launhelgamar í Elevsis) og Jesús (Ætlunarverk Krists). Þetta sýnir, að hér er um efni að ræða, sem flestir eru allófróðir um, en mun samt fýsa að kynnast. Því að hér segir frá dularkenningum sumra þeirra, sem hæst hafa litið og dýpst kafað í þekkingarleit sinni. Ekki verður því neitað, að trúarbrögðin kenna margt, sem ekki verður fengin vitneskja um nema með opinberun og á leiðum dulskynjana. Líka víst, að öll trúarbrögð geyma margvísleg sannindi og öll trúarrit segja frá margháttaðri reynslu. Þess vegna er það gleði- legt, að menn hafa á síðari áratugum, sumir hverjir, fengið löng- un til að fræðast um þessi efni og sem víðast að. Kristindómur- inn á ekkert á hættu, þótt menn kynnist öðrum trúarbrögðum og beri þau saman við hann af sannleiksást og heilbrigðri skyn- semi. Síður en svo. Ljós hans mun skína þeim mun skærar. Bók sú, sem hér um ræðir, er meir en hálfrar aldar gömul og mundi efalaust fyllri, ef nýjustu rannsóknir þessara fræða hefðu kom-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.