Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 35
Séra Jósef Jónsson sjötugur. Á aðfangadag jóla varð séra Jósef Jónsson á Setbergi og fyrrv. prófastur Snæfellsnessprófasts- dæmi, sjötugur. Árið 1934, er ég kom hingað á Snæfellsnes, var hann skipaður prófastur okkar. Sem búandi prestur sat séra Jósef jörð sína með myndarlegum ágætisbrag, enda góður búmaður. Mun Setberg lengi verða þögull vottur hans hlýju og hollu hand- taka, túnræktunarmannsins og landnemans. Snæfellingar lærðu fljótt að meta hann og fólu honum margvísleg störf. Varð hann þegar mikill atkvæðamaður og eftirtektarverður í héraði, skapfastur og ekki hálfvolgur í neinu. Sem embættismaður hefir hann jafnan ver- ið mjög skyldurækinn og nákvæmur, svo að hann má ekki vamm sitt vita í neinu, strangur, ef nauðsyn krafði, en annars Ijúfur og blíður, einlægur, hreinskilinn og hollráður. Jafnan hefir hann verið í miklu áliti sem prestur og prédikari, en drýgst- ur hygg ég þó hann hafi reynzt sem sálusorgari og engum kær- komnari en þeim, sem bágt áttu. Hann gleymdi aldrei hinum aldurhnignu, er sátu úti í horninu, ekki heldur hinum sjúku eða sorgbitnu, né þeim, er áttu í sálarstríði. Fyrir nokkrum árum lét séra Jósef af embætti og hefir búið 1 Feykjavík síðan. Ennþá er hans samt jafnan minnzt af okk- ur Snæfellingum sem heimamanns, því að hann á sér enn ^argt ágætra vina um allt héraðið. Kvæntur er hann frú Hólmfríði Halldórsdóttur Jónssonar Séra Jósef Jónsson

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.