Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ 21 átt og hafa komið að nokkru gagni. En þeir hafa ekki enn náð tilætluðum árangri. Þurfa sennilega að breytast eitthvað að formi og fá ákveðnara mark. Það þarf að athugast. Hinu má heldur ekki gleyma, að meðan kirkjusóknin er jafn lítil og raun ber vitni, verður að ná til almennings með prentuðu máli. Þar eru sértrúarflokkarnir margir ólíkt duglegri en þjóðkirkjan. í einu orði sagt, vér erum stríðandi kirkja, sem hvorki má hopa né standa í stað, heldur verður að sækja á. Það er ekki of sagt. Tvennt ólíkt. Sú frétt barst fyrir jólin, að Jóhannes páfi 23. hefði flutt út- varpsboðskap sinn, og talað í silfurhljóönema. Ég hrökk við, er ég heyrði þetta. Það snart mig óneitanlega sem eitthvað ókristilegt, og því verður ekki neitað, að manni gæti ekki fund- izt koma til mála, að Kristur viðhefði slíkt tildur, ef hann birt- ist í dag. Með pelli sínu og purpura, auði sínum og alls konar tignum, veraldlegu valdabraski og öllu þar fram eftir götunum hefir kaþólska kirkjan um aldirnar unnið kristninni geysilegt tjón og líka spillt fyrir sjálfri sér. Ósigur hennar hér á landi átti flestar rætur til þess að rekja. Hún hafði misbeitt áhrifum sínum og valdi, rakað saman fé og beitt margs konar kúgun. Sannleikurinn er jafnan sagna beztur. Og hvenær sem einhver kirkja, hvað sem hún kallast, tekur upp það versta í fari Farí- seanna, rakar saman fé, gerist drambsöm, sækist eftir verald- legu valdi, er málsvari kúgara og ranglætismanna, stendur gegn sannleiksleit, hindrar framfarir eða annað þessu líkt, þá vinn- ur hún gegn Kristi, og sjálfri sér til óhelgis. En það er um allar kirkjur eins og einstaklinginn. Enginn er algóður, alfullkominn, og stundum eru þeir, sem stærsta hafa ágallana, líka mestir og beztir í aðra röndina. Það var að vissu leyti svo um Pétur postula, eins og kunnugt er. Og svo virðist einnig vera um þá kirkju, sem telur sig sérstakan arftaka hans. Önnur tíðindi bárust líka af nýja páfanum. Hann kom í sjúkra- hús og vitjaði fanga um jólin. Rakti þannig spor heilags Franz, sem ekki átti föt til skiptanna né skó á fæturna, en var kennd- ur við ljósið sakir mannkærleika síns, göfgi og lítillætis. Hann og aðrir postullegir menn hafa alltaf verið burðarsúlur kaþólsku kirkjunnar. Og ég get ekki neitað því, að mér virðist, að sú

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.