Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 26
-K-K-K PISTLAR -K-K-K Stríðandi kirkja. Árið sem leið var stórviðburðalítið i íslenzku kirkjulífi. Þar voru engin teljandi átök, hvorki innan veggja né utan. Hefð- bundið starf gekk sinn gang, engar nýjar brautir voru brotnar, ekkert heldur lagt í rústir. Helztu gróðrarmerkin voru, að ég ætla, á sviði barna- og unglingastarfsins. Það spáir góðu. Annað er aftur dálítið varhugavert að sumu leyti, þótt það sé líka á hinn bóginn gróðrartákn. Sértrúarflokkar virðast fara vaxandi eins og ævinlega, þegar hin almenna kirkja er veik. Það er margt vel um þá, og þeir hafa sínu hlutverki að gegna, einkum til vakningar. En flestum fylgir nokkur þröngsýni og, þótt undar- legt sé, oft meiri barátta gegn kirkjunni en sjálfri vantrúnni. Höfuðáhyggjuefnið nú sem undanfarið er áhugaleysið um trú- málin og afskiptaleysið af kirkjunni. Ég spurði unga konu að því, hvers vegna hún hefði ekki sótt kirkju um síðustu hátíðar. En hún var ein af þúsundunum, sem þá sátu heima. Hún svar- aði blátt áfram, að hún léti sig þessi efni engu varða, leiddi aldrei hugann að þeim. Ég held, að hún sé fulltrúi allt of margra. En ef ungar mæður hafa þessa aðstöðu, þá er það háskalegt bæði í nútíð og framtíð. Verður að finna ráð við því, hvort heldur til þess þarf breytingu á guðsþjónustusniðinu að ein- hverju leyti, eða nýja starfshætti. Þarna er umræðuefni fyrir safnaðarfundi og héraðsfundi, — líka kirkjuþing. Grunnur kirkj- unnar er fólkið í landinu? Hann má ekki molna. Eitt ráðið væri ef til vill að stofna til kirkjulegra móta í líkum stíl og þýzki Kirkjudagurinn er. Hundruðum þúsunda þar í landi hefir verið stefnt saman til vakningar og brýningar til starfa innan kirkj- unnar. Þetta er heimskunn hreyfing, sem leikmenn hafa fyrst og fremst hrundið af stað, og haldið uppi. En það er þáttur leikmannsins, sem fyrr og síðar hefir verið vanræktur og van- metinn á íslandi. Hinir almennu kirkjufundir voru tilraun í rétta

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.