Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 46
■nnleiMlar iréitir,
Séra Erlendur Sigmundsson hefir undanfarna mánuði kynnt sér
kirkjulíf og kristilegt starf í Svíþjóð. Lætur hann hið bezta af för
sinni.
Biskupskjör hefir nú verið ákveðið að fari fram á næstunni og
skal því lokið að kveldi 1. apríl n. k.
Þrir guðfrœðinemar iuku kandí-
datsprófi i lok janúar s. 1.: Jón Svein-
björnsson, Reykjavík, Frans Halldórs-
son, Kópavogi, og Matthías Frímanns-
son, Reykjavík.
Séra Stanley Melax á Breiðabóls-
stað varð 65 ára 11. des. s. 1.
Vel af sér vikið. Þeir séra Birgir Snæbjörnsson á Æsustöðum og
Guðmundur Jósafatsson, sóknarnefndarmaður í Austurhlíð, fóru um
hátíðarnar á 9 bæi í Bergsstaðasókn, þar sem eru 45 gjaldskyldir
safnaðarmeðlimir, og ieituðu samskota til viðgerðar á Bergsstaða-
kirkju, sem nú stendur yfir. Gáfust 16 þús. krónur í ferðinni, með
framlagi þeirra, er förina fóru.
Prestsvígslur. Kirkjuritinu hefir því miður láðst að geta um prests-
vígslur, er fóru fram í Dómkirkjunni sunnudaginn 31. ágúst s. 1.
Þá voru þeir vígðir guðfræðikandídatarnir Ásgeir Ingibergsson,
skipaður prestur í Hvammsprestakalii í Dalaprófastsdæmi, og Sigur-
vin Elíasson, settur prestur í Flateyjarprestakalli í Barðastrandar-
prófastsdæmi.
Frumvarp varðandi þrjónustualdur biskups var borið fram á Al-
þingi í haust og það lagt til, að hann hækkaði úr 70 árum í 75, ef
% hlutar presta skoruðu á biskup að þjóna áfram eftir sjötugsaldur.
Frumvarpið var samþykkt í neðri deild með 16 gegn 9 atkvæðum,
en fellt í hinni efri með 9 gegn 7.