Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 49
KIRKJURITIÐ 47 arar kirkju. Hallgrímur Þorbergsson, bóndi að Halldórsstöðum í Laxárdal, bar fram þakkir safnaðarins fyrir þá ágætu viðgerð, sem fram hefir farið á kirkjunni. Kirkjueigandinn, sem kostað hefir við- gerðina, Jónas Snorrason hreppstjóri, fór nokkrum orðum um upp- haflega smíði kirkjunnar og síðari viðgerðir (lýsti t. d. hinu örðuga grjótnámi í eystri dalbrún og flutningi grjótsins á sleðum að vetri til, en á hestum að sumri, er birgðir reyndust ónógar; gat þess, að kirkjan væri ögn lægri en áætlað var, vegna grjótþurrðarinnar). Sungið var á milli þessara þátta við orgelleik Ragnars H. Ragnars frá Ljótsstöðum, organista á Isafirði. Tilkynnt var, að ungmenna- félag dalsins mundi gefa kirkjunni þjóðfánann, en börn Jóns („Þver- æings“) Jónssonar, Jóakimssonar, mundu gefa henni skírnarskál eða font. Að lokum bauð kirkjubóndi öllum viðstöddum til rausnarlegra veitinga. Aðgerðin fór fram síðastl. sumar. Að henni unnu einkum Áskell Jónasson, Þverá (sonur kirkjubónda), og Benedikt Jónsson, raf- veitustarfsmaður í Húsavík (dóttursonur Benedikts frá Auðnum Jóns- sonar, Jóakimssonar). Að utan var kirkjan hreinsuð öll (t. d. af mosagróðri) og hvítmáluð. Þak (einnig turnþak) rauðmálað. Gert var við vindhana á turni (með byggingarártali kirkjunnar). Að inn- an var gert við skellur, sem dottnar voru á múrverk kirkjunnar ki'ingum glugga og við gólf; var það allvandasamt verk, þvi að kirkj- an er byggð úr sandsteini og límd kalki. Gluggagrindur (úr járni) voru hreinsaðar og málaðar ryðvarnarmálningu, sprungnar rúður og brotnar endurnýjaðar, og lituð gler sett í glugga yfir altari. Kirkjan og fastir munir hennar voru máluð i hinum upprunalegu litum, svo nákvæmlega sem unnt var. Verka varð alla gamla málningu af bekkj- um, prédikunarstóli (nema spjöldum), grátum og altaristöfluumgerð. Bekkjaseturnar voru málaðar ljósbrúnar, en bekkir að öðru leyti rauðbrúnir. Spjöld öll á prédikunarstóli og altari héldu upprunalegri málningu. Stjörnur voru teknar niður af hvelfingu og gulmálaðar, hvelfingin síðan blámáluð. Altaristöfluumgerð blá með brúnum og gylltum listum. Kirkjusvalir hvítar sem meginkirkjan. Gólf grátt. Settar voru nýjar súlur, steinsteyptar, hvor sínu megin við kirkjudyr. — Þannig er Þverárkirkja nú að sjá sem ný, utan og innan, og öll hin vistlegasta. Þess ber og að geta, að nýlega hefir verið steypt upp girðing á vesturhlið kirkjugarðs og máluð. FriÖrik Friöriksson. Hafin kirkjubygging í Reykjahlíö. Ár 1958, þriðjud. 26. ágúst, var undirritaður kvaddur til þátttöku í virðulegri athöfn, er þá fór fram * Reykjahlíð i Mývatnssveit, er hafin var bygging nýrrar Reykja- hlíðarkirkju. Skýjað var, en fremur lofthlýtt, og fór athöfnin fram hti, fáa metra vestan við hina gömlu kirkjulóð, en þar höfðu land- eigendur og sóknarnefnd komið sér saman um að staðsetja kirkjuna °g mælt fyrir grunni hennar. Allmargt sóknarfólk var viðstatt. Ávörp íluttu: Söknarpresturinn (séra Örn Friðriksson), sóknarnefndarfor- maðurinn (Sigfús Hallgrímsson, bóndi og organisti í Vogum) og pró- fastur. Er sóknarnefndarformaður hafði lokið máli sínu, bað pró- fastur hann að stinga upp fyrsta hnausinn úr grunnstæði hinnar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.