Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 31
KIRKJURITIÐ 25 boken Till Församlingarna í Göteborg Stift. (Þrítugasti og ann- ar árangur.) Hún er í Skírnisbroti, 212 bls. að stærð, fjölbreytt að efni og með mörgum myndum. Þama eru t. d. stuttar hug- vekjur, trúfræðilegar ritgerðir, grein um helgisiði, kirkjusöguleg arindi, greinar um tvo kristilega áhrifamenn (Skovgaard-Peter- sen og Ludvig Hope) og um sjónvarpið og kirkjuna. Svona bók held eg að Prestafélag Islands ætti að gefa út árlega. Þar ættu að koma fáeinar úrvals hugvekjur, sem síður eiga heima í Kirkjuritinu, sem nú er nokkurs konar bland af blaði og tíma- riti, og annað efni í þá átt, sem vikið hefir verið að. Þessi bók Þyrfti að vera sérlega vönduð að efni og frágangi. Og því nefni eg þetta nú, að hana þarf að undirbúa með löngum fyrirvara. I þessu sambandi má geta þess, að til athugunar er, að gefin verði út fyrir næstu jól svipuð bók fyrir börn, í stað Jólakveðj- unnar. Það er líka góð og þörf hugmynd. Hér er um hliðstæður að ræða og væri gott, ef unnt væri að hleypa báðum úr hlaði samtímis. Gunnar Árnason. Ávarp frá framkvæmdastjórn Lúterska heimssambandsins. Vér hljótum viö þaö aö kannast, aö Guö er sjálfur vissulega aö verki nú, er umbrot og byltingar geisa í veröldinni. Það er jafnvel svo í þeim glundroöa og þjáningum, sem enn herja á nannkyniö. Þá er vér hugsum til miljóna flóttamanna, þjáöra og þjak- aöra, hungraðra og heimilislausra víöa um heim, þá œttum vér uö biðja Guð um það, aö hann brjóti á bak aftur öfl vonzk- unnar og láti sinn góöa og náðuga vilja ríkja. Biöjum þess, aö orö hans megi hljóma í fullu frelsi yfir þeim atburöum, sem oss viröast oft óskiljanlegir, svo aö ríki hans megi koma og friður hans glatist ekki mannkyninu. Megi Guöi fööur vorum almáttugum þóknast aö vekja í brjóstum vorum traustar hugsjónir réttlœtis og friöar og láti oss veröa hlýöna þjóna vilja hans. v.___

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.