Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 41
KIRKJURITIÐ 35 ið til. Og strangvísindaleg getur hún ekki kallazt. Fremur alþýð- iegt vísindarit. Mér hefir ekki enn gefizt tími til að lesa hana niður í kjölinn, og felli því ekki um hana neinn fullnaðardóm. Óhætt mun þó að fullyrða, að höfundur leitar sannleikans ein- iseglega og segir það eitt, sem hann telur rétt. Og mörgum munu allir kaflarnir veita meiri eða minni fræðslu. Þess vegna er ohætt að mæla með, að menn kaupi bókina og lesi hana, þótt Þeir muni ekki geta verið höfundi sammála um margt, m. a. ef til vill sízt Krists-skoðun hans — eins og raunar þýðandinn bendir þegar á í formála. Þýðing Björns prófessors er vandvirknisleg, en erfiðleikar hans hafa verið miklir. Paramhansa Yogananda: Hvaö er bak viö myrkur lokaðra augna? Islenzkað hefir Ingibjörg Thorarensen. Útgefandi Prent- smiðjan Leiftur. Þessi bók á það skylt við hina fyrrnefndu, að hún snýst urn dularfræði og veitir oss innsýn í ókunnan heim og austræn trúarbrögð. En hér er um miklu þrengra svið að ræða. Þetta er sem sagt sjálfsævisaga yogans Paramhansa Yogananda, sem faeddist á Indlandi 5. janúar 1893, lauk háskólaprófi í Kalkútta erið 1914, en dvaldist síðan yfir þrjátíu ár á Vesturlöndum og ^ézt í Kaliforníu 1952. Bókin er hálft fimmta hundrað blaðsíður, °g ber þar margt á góma og ærið furðulegt í vorum augum, sem erum mjög hneigðir til „raunsæis" og næsta tregir til að trúa miklum andlegum fyrirbærum a. m. k. hversdagslega, og efum, að sálin hafi takmarkalítinn mátt yfir líkamanum. En það er oneitanlega fræðandi og vekjandi að lesa um, hve sumir menn 'eSgja mikið á sig til andlegs þroska, og hve langt þeir komast þann veg í mörgu tilliti. Þótt vér kristnir menn séum þeirrar skoðunar, sem Páll postuli lýsir svo eftirminnilega í síðustu ^apítulum 1. Korintubréfs, að kærleiksríkt hugarfar sé öllum kraftaverkum meira, dylst oss ekki frekar en honum, að mörg máttarverk andans eru líka dásamleg. Og vorir tímar eru of fá- t®kir af þeim, — eins og kærleikanum. Bók þessi er skrifuð í 'éttum frásagnarstíl og því tiltölulega fljótlesin og auðveld til skilnings. Þýðing frú Ingibjargar er lipur, en þó nákvæm, að því er ég fæ bezt séð. Er hún ekkert lítið tómstundaverk önn- um kafinnar húsmóður. Sannar það bezt, hve mikils vert frúnni

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.