Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 42
36 K.IRKJURITIÐ hefir þótt um þessa dulspekibók, að hún skyldi taka sér fyrir hendur að snúa henni á íslenzku. Og þó ekki hefði komið annað til en að hér er um prestskonu að ræða, væri ærin ástæða til að geta þessarar eftirtektarverðu bókar hér í ritinu. Móöir mín. (Nýtt safn). Pétur Ólafsson sá um útgáfuna. Bókfellsútgáfan. Mér finnst þetta skemmtileg bók og mannbætandi. Hér segir eingöngu frá góðum og göfugum konum. Allar voru þær sjálf- ar aldar upp í guðsótta og góðum siðum, og trúin, iðjan og góð- vildin var höfuðeinkenni þeirra allra. Helzt' spillir, að þær voru allar samtíðarkonur, en í þeirra tíð var þjóðlífið miklu fábreyti- legra en nú er. Bæði uppvaxtarsaga þeirra og starfssaga er því mjög áþekk í höfuðdráttum. Samt yljar það manni að lesa um þær allar, enda skrifað um þær allar af kærleika. Aðdáunar- vert, hverju þær komu í verk og hvernig þær stjórnuðu heimili sínu. Auðsætt, hvern arf þær gáfu börnum sínum. Fæstar jarð- neska fjármuni, en allar ógleymanlegar siðareglur og áminn- ingu um einlægt guðstraust. Enga virðist hafa skort örlæti né hjartarúm. Höfundar skrifa af hógværð og látleysi og auðfund- ið, að þeir vilja forðast oflof og óþarfa viðkvæmni. En oftast saknar maður þess, að ekki er sögð fyllri og nákvæmari saga. Ég nefni aðeins síðustu greinina, sumpart af nokkru handahófi, en sumpart af því, að hún sýnir bæði styrkleika og ágalla höf- undanna. Þar segir Jónas læknir Sveinsson frá frú Ingibjörgu Jónasdóttur í Árnesi. Það var hvort tveggja, að sú kona var stórr- ar ættar, enda var hún sérstæð og mikilhæf. Af því hefi ég sög- ur, og þótt ég sæi hana ekki að heitið gæti nema einu sinni, þá varð hún mér ógleymanleg. Jónas skrifar um hana af mikilli hlýju og hispursleysi, og með nokkrum sögum tekst honum að bregða upp Ijósri mynd af henni, bæði af viðbrögðum hennar og orðfæri. En mikið mun þó liggja í þagnargildi og fljótlega gleymast, sem gaman hefði verið að geyma um þessa gáfuðu og sérstæðu höfðingskonu, sem fór sinna ferða og mun lengst af hafa haft sitt fram, í trausti á Guð og með mikilhæfri virð- ingu fyrir mönnunum, en innilegum velvilja til allra, sem á ein- livern hátt áttu bágt. Þetta er bók, sem nútíðarmæður geta haft gleði og gagn af. Pær sjá þar, að ekki áttu formæður þeirra sléttara undir fæti,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.