Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 36
30 KIRKJURITIÐ fyrrum bankagjaldkera, en hún og hennar fólk er gamalkunnir og merkir Reykvíkingar. Var hún jafnan manni sínum hollur lífsförunautur. Styrkja þau jafnan hvort annað og uppbyggja og hafa ávallt gert í merkilegu ævistarfi og afdrifaríku. Eftir aldarfjórðungs vináttu, sem jafnt og þétt hefir styrkzt með árunum, ber ég af alhug fram þá ósk, að allir ungir menn, sem eiga eftir að ganga út í prestsskap, njóti slíkrar vináttu og handleiðslu sem ég, prófastur minn, naut hjá þér. Þessa nýt ég reyndar enn, því að séra Jósef Jónsson mun aldrei hætta að vera prestur, þótt hann sé ekki lengur þjónandi sóknarprestur. Þorsteinn L. Jónsson. Prestur kom þar að, sem kona var við lind og þvoði ull í körfu. Hann sá, að hún veitti sér nána athygli og spurði því, hvort hún kannaðist við hann. „Hvort ég geri,“ sagði hún. „Ég heyrði yður pré- dika fyrir nokkrum árum, og lofa Guð fyrir það síðan, því að ekkert hefir orðið mér til meiri blessunar." „Þetta er gleðilegt,“ svaraði prestur, „en hvað sagði ég í ræðunni, sem hafði slík áhrif á yður?“ „Æ, það man ég nú ekki lengur, prestur minn, ég er svo ákaflega gleymin!" „En hvernig getur þá prédikunin hafa komið yður að slíku haldi, ef þér munið ekki orð úr henni?“ „Það skal ég segja yður, kæri prestur," svaraði konan. „Hjarta mitt er eins og þessi karfa. Hún heldur ekki vatninu, en það hreinsar ullina um leið og það rennur í gegnum hana. Þannig gleymi ég iðulegast orðunum. En fagnaðarerindið hefir samt hreinsað hjarta mitt svo, að nú hefi ég viðbjóð á syndinni. Ég berst því gegn henni í öllum hennar myndum. Og ég bið Guð þess daglega, að hann sakir Sonar síns fyrirgefi mér misgjörðirnar og hjálpi mér til að gera vilja sinn eins og framast má verða." Sannkristinn maður er með dagfari sínu meiri áróður fyrir krist- indóminn heldur en þúsund þykk bindi með svokölluðum sönnunum fyrir gildi trúarinnar. — Lavater. Mundu, að börnin þín eru líka G'U.Ssbörn. — Jacob Böhme.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.