Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 45
Viðvörun Páls prófasts. (Eftir sögn Guðfinnu Oddsdóttur frá Hreiðarsstöðum 1810—80). Páll prestur Magnússon, er hélt Valþjófsstað í Fljótsdal 1786 —1788, var mesti búmaður og ærið vinnuharður. Lét hann oft vinna á sunnudögum, þótt vel mætti hjá líða. Hann dó að Val- þjófsstað 1788. Sigríður dóttir hans varð prestskona að Valþjófsstað og hélt nokkuð siðum hans. Svo bar til, nokkrum árum eftir lát séra Páls, að húsfreyjuna að Þorgerðarstöðum í sömu sveit dreymdi, að séra Páll kom til hennar. Hún mundi, að hann var látinn. „Hvernig líður yður nú?“ þykist hún segja. „Vel, fyrir Guðs náð,“ þykir henni hann svara. „En erfiðast veitti mér að fá himnavistina vegna sunnu- dagavinnu minnar“, þótti henni hann þá kveða: „Ágirnd ströng í fjárins föng Mig fýsti þrátt í verkin röng. En þó hefi ég lyst að lofa Krist, Langvarandi í dýrðarvist.“ En skilaðu til hennar Sigríðar dóttur minnar, að ég biðji hana að leggja niður óþarfa sunnudagavinnu.“ „Hún trúir mér eigi,“ segir húsfreyja. „Gerðu sem ég segi þér,“ þótti henni hann svara, >.ég ábyrgist árangurinn.“ Svo hvarf hann. Húsfreyja sagði madömu Sigríði frá þessu. Trúði hún því mótmælalast. Lét hún aldrei vinna síðan að óþörfu á helgum dögum. Kristilegt UngmannablaÖ heitir myndarlegt mánaðarblað, sem K.F.U.M. i Færeyjum gefur út. Blaðstjóri: Johs. Mortensen. Efnið er íjölbreytt og margt vel skrifað. Sem dæmi um myndirnar, sem jafn- an prýða fremstu síðu, má geta um ágæta mynd af séra Friðriki Friðrikssyni (nóv. 1957) „sum fekk hina kristuligu ungdómsrörsluna tu Islands". Á ársþingi „Votta Jehova" i New York s. 1. haust skírðu þeir 6000 manns. Mest verður þeim ágengt með ritum sínum. Á hverri mínútu senda þeir frá sér 1500 blöð eða tímarit — 18 milljónir árlega. Til þess verja þeir 15 milljón dölum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.